Eignir og ávöxtun – morgunfundur 26. september
16. september 2019
Fyrsti viðburður haustsins hjá Almenna verður haldinn fimmtudagsmorguninn 26. september næstkomandi. Þá fjallar starfsfólk Almenna um ávöxtun á árinu og horfur á mörkuðum.
Dagskrá:
Fínn fyrri helmingur en hvað svo?
Kristjana Sigurðardóttir, fjárfestingarstjóri, fer yfir ávöxtun á árinu og ræðir um horfur til framtíðar.
Flæði á skuldabréfamarkaði
Sigurður Örn Karlsson, áhættustjóri, fjallar um flæði á skuldabréfamarkaði, helstu áhrifaþætti og hvert ávöxtunarkrafa á markaði er líkleg til að stefna.
Staður: Skrifstofa Almenna lífeyrissjóðsins á 5. hæð Borgartúni 25
Dagsetning: Fimmtudagurinn 26. september
Tími: kl. 8:30
Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta.