Helstu atriði
Hér eru helstu atriði um lán hjá Almenna
- Ertu með lánsrétt?
- Ef þú hefur greitt sex af síðustu tólf mánuðum í skyldusparnað eða greitt 24 af síðustu 30 mánuðum í viðbótarlífeyrissparnað, ert lífeyrisþegi hjá sjóðnum, eða þú ert að endurfjármagna lán þitt hjá sjóðnum þá átt þú lánsrétt hjá sjóðnum. Þeir sem eru að kaupa sína fyrstu fasteign eiga lánsrétt frá greiðslu fyrsta iðgjalds til sjóðsins.
- Hámarks lán
- Hámarks lán til eins sjóðfélaga er 80 milljónir fyrir þá sem greiða skylduiðgjald en 30 milljónir ef sjóðfélagi greiðir eingöngu í viðbótarlífeyrissparnað. Ef tveir sjóðfélagar sækja um lán saman getur hámarkslán hæst farið í 95 milljónir á viðkomandi fasteign.
- Veðhlutfall
- Hámarksveðhlutfall á 1. veðrétti er 70% en 60% á öðrum eða síðari veðréttum á íbúðarhúsnæði. Veðhlutfall reiknast af fasteignamati eða kaupverði. Lán má þó ekki vera hærra en samtala brunabóta- og lóðamats.
- Viðbótarlán
- Fyrstu kaupendur geta sótt um viðbótarlán ef það er í samfelldri veðröð frá fyrsta veðrétti. Hámarksveðhlutfall er 85% og bætist 0,75% vaxtaálag ofan á önnur vaxtakjör. Hámarkslánveiting til fyrstu kaupenda sem nýta sér viðbótarlán er 60 milljónir.
- Lánstími
- Til allt að 40 ára, en hámarkslánstími fyrir viðbótarlán er 15 ár.
- Vaxtakjör
- Í boði eru verðtryggð og óverðtryggð lán með vöxtum sem festir eru til 36 mánaða en taka eftir það breytilega vexti, nema lántaki velji að festa vexti aftur.
Það athugast að verðtryggðir breytilegir vextir eru með 0,75% lágmarksvöxtum. Óverðtryggðir breytilegir vextir eru með 3,25% lágmarksvöxtum.
Einnig eru í boði verðtryggðir fastir vaxtir út lánstíma. - Tegund láns
- Með jöfnum greiðslum eða jöfnum afborgunum.
- Hámarkshlutfall greiðslubyrðar við lántöku
- Seðlabankinn hefur sett reglur um hámark greiðslubyrðar fasteignalána í hlutfalli við tekjur neytenda. Hámark mánaðarlegrar greiðslubyrðar allra fasteignalána lántaka má ekki fara yfir 35% af mánaðarlegum ráðstöfunartekjum neytenda þegar fasteignalán er veitt. Hámarkið má þó vera 40% ef um er að ræða fyrstu fasteignakaup. Við útreikning á greiðslubyrðarhlutfallinu er miðað við að lán séu jafngreiðslulán. Fyrir óverðtryggð lán er reiknað með 40 ára lánstíma og samningsvöxtum en þó að lágmarki 5,5% vöxtum. Ef lánið er verðtryggt þá er reiknað með 25 ára lánstíma með samningsvöxtum en þó að lágmarki 3% vöxtum.
- Lán með veði í sumarhúsi
- Hámarkslán með veði í sumarhúsi er 20 milljónir, hámarksveðsetning 35% af kaupverði eða fasteignamati, hámarkslánstími er 15 ár. Skilyrði að lán sé á 1. veðrétti og gerð krafa um tryggingar fyrir vatns- og innbrotstjóni auk brunatjóns.
- Enginn aukakostnaður
- Enginn viðbótarkostnaður er greiddur við innborgun eða uppgreiðslu lána hjá sjóðnum.