Albert Þór Jónsson, 60 ára
Sjálfstætt starfandi fjármála og fjárfestingaráðgjafi
Starfsferill/stjórnunarstörf:
- Sjálfstætt starfandi við fjármál og fjárfestingar frá 2008
- Reginn hf., fasteignfél. – stjórnarmaður frá 2015
- FL Group – Framkvæmdastjóri 2005 – 2007
- LSR – Forst.m. Eignastýringar frá 2001 – 2005
- Landsbréf – fyrirtækjaráðgjöf og miðlun 1990 – 1998
- Glitnir kaupleiga – fjármálaráðgjöf, viðskiptatengsl
- Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja, rekstarráðgjöf
Námsferill:
- MCF í fjármálum fyrirtækja – HR – 2014
- Viðskiptafræðingur Cand. Oecon – HÍ – 1986
- Löggilding í verðbréfamiðlun 1998
- Löggilding í fasteignaviðskiptum 2001
Ástæður framboðs:
Ég hef unnið á íslenskum fjármálamarkaði síðastliðinn 35 ár hjá banka, verðbréfafyrirtæki og fjárfestingafyrirtæki. Árin 2001 – 2005 var ég forstöðumaður Eignastýringar LSR stærsta
lífeyrissjóðs á Íslandi við uppbyggingu á innlendum og erlendum eignum lífeyrissjóðsins og þekki þar af leiðandi vel til lífeyriskerfisins. Uppbygging á erlendum verðbréfum og samskipti við flest stærstu eignastýringarfyrirtæki heims og stærstu lífeyrissjóði heims s.s. Calpers í USA, ABP í Hollandi og ABP í Svíþjóð hafa gefið mér mikla yfirsýn í rekstur og eignastýringu lífeyrissjóða. Ég hef mikla þekkingu á íslenskum fjármálamarkaði og atvinnulífi og þekki vel til mótun fjárfestingastefnu og almennra stjórnarstarfa. Rekstur Almenna lífeyrissjóðsins hefur verið framúrskarandi undir stjórn Gunnars Baldvinssonar í yfir 30 ár og ég vil hjálpa til að gera framúrskarandi lífeyrissjóð enn betri.