Getum við aðstoðað?

Um ávöxtunarleiðir

45% skylduiðgjalds og allur viðbótarlífeyrissparnaður fer í séreignarsjóð og geta sjóðfélagar valið á milli sjö stakra ávöxtunarleiða auk Ævileiðarinnar. Iðgjald greitt í samtryggingarsjóð er ávaxtað í sérstöku eignasafni.

  • Ævisöfn I, II og III eru blönduð verð­bréfasöfn með skuldabréfum, hlutabréfum og innlánum.
  • Eigna­samsetning safnanna er mismunandi og er ráðlegging okkar að sjóðfélagar greiði í söfnin eftir aldri þannig að vægi skuldabréfa aukist með aldrinum.
  • Í Ævileiðinni er inneign flutt milli ævisafnanna eftir aldri.
  • Erlent verðbréfasafn fjárfestir um 70% í erlendum hlutabréfum og um 30% í  erlendum skuldabréfum
  • Innlánasafnið fjárfestir eingöngu í innlánum.
  • Ríkissafn fjárfestir í ríkisskuldabréfum og innlánum.
  • Skuldabréfasafnið fjárfestir í veðskuldabréfum, ríkisskuldabréfum og innlánum

Ævileiðin

Ævileiðin byggir á því að inneign sjóðfélaga er ávöxtuð í verðbréfasöfnum sem taka mið af aldri sjóðfélaga. Þar er ævinni skipt í þrjá hluta:

  • Fram til 44 ára aldurs er inneign ávöxtuð í Ævisafni I.
  • Á aldrinum 45 til 48 ára flyst inneign í jöfnum áföngum í Ævisafn II.
  • Á aldrinum 57 til 60 ára flyst inneign í jöfnum áföngum í Ævisafn III.
  • Í Ævileiðinni er inneign flutt á milli safna eftir aldri sjóð­félaga, án kostnaðar.
  • Almenni mælir með að sjóðfélagar velji sér safn eftir áhættuþoli sem ræðst meðal annars af ávöxtunartíma. Ævileiðin hentar því fyrir flesta.
  • Í Ævileiðinni er innbyggð áhættu­dreifing sem felst í því að hlutfall hlutabréfa lækkar með aldri sjóðfélaga um leið og vægi skuldabréfa fer vaxandi.

Ævisafn I

Ævisafn I hentar þeim sem eru að ávaxta lífeyrissparnað sinn til langs tíma.

  • Mælt er með Ævisafni I fyrir sjóð­félaga á aldrinum 16-44 ára.
  • Ávöxtunartími inneignar í þessu safni er að jafnaði 15-20 ár.
  • Markmið safnsins er langtímahækkun eigna með því að fjárfesta um 70% af eignum í hlutabréfum.
  • Búast má við miklum sveiflum í ávöxtun safnsins en á löngum tíma er reiknað með að sjóðfélögum verði umbunað fyrir sveiflurnar með hærri ávöxtun.

Gengisþróun

Lengd tímabila:

Tímabil:

-

Eignir og fjárfestingarstefna

Svarta strikið sýnir vikmörk stefnu, þ.e. hámark og lágmark.

* framtaksfjárfestingar eru taldar með þeim eignaflokkum sem við á m.v. undirliggjandi eignir þeirra

Nafnávöxtun á ársgrundvelli

Hver súla sýnir ávöxtun á ári á hverjum tímapunkti miðað við lengd tímabils sem valið er.

Lengd tímabila:

Besta og versta tímabil

Besta og versta eins árs/þriggja ára/fimm ára/tíu ára ávöxtun.

 

 

 

 

Ævisafn II

Ævisafn II hentar þeim sem eru að ávaxta lífeyrissparnað sinn til langs tíma.

  • Mælt er með Ævisafni II fyrir sjóð­félaga á aldrinum 45-56 ára.
  • Ávöxtunartími inneignar í þessu safni er að jafnaði 10-15 ár.
  • Markmið safnsins er langtímahækkun eigna með fjárfestingum í skuldabréfum sem vega um 45% í stefnu og hlutabréfum sem vega um 55% í stefnu safnsins.
  • Sveiflur í ávöxtun geta verið miklar þar sem heimilt er að fjárfesta allt að 65% af eignum í hlutabréfum.

Gengisþróun

Lengd tímabila:

Tímabil:

-

Eignir og fjárfestingarstefna

Svarta strikið sýnir vikmörk stefnu, þ.e. hámark og lágmark.

* framtaksfjárfestingar eru taldar með þeim eignaflokkum sem við á m.v. undirliggjandi eignir þeirra

Nafnávöxtun á ársgrundvelli

Hver súla sýnir ávöxtun á ári á hverjum tímapunkti miðað við lengd tímabils sem valið er.

Lengd tímabila:

Besta og versta tímabil

Besta og versta eins árs/þriggja ára/fimm ára/tíu ára ávöxtun.

 

 

 

 

Ævisafn III

Ævisafn III hentar fyrir sjóðfélaga sem eiga stutt í eftirlaun eða eru byrjaðir að ganga á inneign sína.

  • Mælt er með Ævisafni III fyrir sjóðfélaga sem eru 57 ára og eldri.
  • Ávöxtunartími inneignar í þessu safni er að jafnaði 5-20 ár.
  • Markmið safnsins er langtímahækkun eigna með því að fjárfesta um 70% í skuldabréfum og innlánum. Með auknu vægi skuldabréfa er stefnt að minni sveiflum en í Ævisöfnum I og II en um leið má búast við lægri ávöxtun til lengri tíma litið.
  • Búast má við nokkrum sveiflum í ávöxtun safnsins, en áhersla á fjárfestingu í skuldabréfum skilar jafnari ávöxtun.

Gengisþróun

Lengd tímabila:

Tímabil:

-

Eignir og fjárfestingarstefna

Svarta strikið sýnir vikmörk stefnu, þ.e. hámark og lágmark.

* framtaksfjárfestingar eru taldar með þeim eignaflokkum sem við á m.v. undirliggjandi eignir þeirra

Nafnávöxtun á ársgrundvelli

Hver súla sýnir ávöxtun á ári á hverjum tímapunkti miðað við lengd tímabils sem valið er.

Lengd tímabila:

Besta og versta tímabil

Besta og versta eins árs/þriggja ára/fimm ára/tíu ára ávöxtun.

 

 

 

 

Erlent verðbréfasafn

  • Góð áhættudreifing á eignaflokka, lönd og atvinnugreinar einkennir undirliggjandi eignir safnsins en þrátt fyrir það má búast við talsverðum sveiflum í ávöxtun.
  • Safnið fjárfestir að mestu í skráðum verðbréfum en einnig að hluta í óskráðum verðbréfum.
  • Að jafnaði eru fjárfestingar safnsins í erlendum verðbréfum gerðar með milligöngu sjóða, bæði verðbréfasjóða og sérhæfðra sjóða.
  •  Markmið safnsins er langtímahækkun eigna með því að fjárfesta í erlendum hlutabréfum sem vega um 70% í stefnu og erlendum skuldabréfum sem vega um 30% í stefnu safnsins.
  • Talsverðar verðsveiflur geta orðið á erlendum verðbréfamörkuðum og þá hafa breytingar á gengi erlendra gjaldmiðla einnig áhrif á uppgjörsvirði eigna safnsins.

Gengisþróun

Lengd tímabila:

Tímabil:

-

Eignasamsetning

Innlánasafn

Innlánasafnið hentar þeim sem vilja ávaxta inneign sína eingöngu í bankainnlánum.

  • Ávöxtun er sambærileg og ávöxtun á verð­tryggðum banka­reikningum með hæstu vöxtum á hverjum tíma.
  • Vextirnir breytast með almennu vaxtastigi í land­inu.
  • Stefnt er að því að dreifa eignum Innlánasafnsins á 3 til 4 innlánastofnanir.
  • Innlánasafnið er fyrir sjóðfélaga sem vilja ávaxta inneign sína í bankainnlánum.
  • Breytingar á markaðsvöxtum hafa ekki áhrif á höfuðstól innlána og því eru gengissveiflur mjög litlar. Safnið hentar vel fyrir þá sem eru að ganga á inneign sína eða hyggjast gera það á næstunni.
  • Inneignir sjóðfélaga í Inn­lánasafninu falla undir ákvæði laga nr. 98/1999 um innstæðutryggingar.

Gengisþróun

Lengd tímabila:

Tímabil:

-

Eignasamsetning

Nafnávöxtun á ársgrundvelli

Hver súla sýnir ávöxtun á ári á hverjum tímapunkti miðað við lengd tímabils sem valið er.

Lengd tímabila:

Besta og versta tímabil

Besta og versta eins árs/þriggja ára/fimm ára/tíu ára ávöxtun.

 

 

 

 

Skuldabréfasafn

Skuldabréfasafn hentar þeim sem vilja dreift safn innlendra skuldabréfa með tiltölulega litlum sveiflum og sem er að stórum hluta verðtryggt.

  • Skuldabréfasafn fjárfestir í vel dreifðu innlendu skuldabréfasafni, bæði ríkisskuldabréfum, sértryggðum skuldabréfum, sveitarfélagabréfum, fyrirtækjaskuldabréfum og veðskuldabréfum.
  • Safnið hentar þeim sjóðfélögum sem kjósa góða áhættudreifingu á innlendum skuldabréfamarkaði, jafna ávöxtun og tiltölulega litlar sveiflur.
  • Gert er ráð fyrir því að sveiflur í ávöxtun safnsins verði að jafnaði litlar.  Stór hluti safnsins er í dreifðum markaðsskuldabréfum með tiltölulega stuttan meðallíftíma (2 – 3 ár) og jafnframt er gert ráð fyrir að hluti safnsins séu veðskuldabréf sem gerð eru upp m.v. vaxtakjör bréfanna (uppgreiðsluverðmæti) og taka því ekki hefðbundnum markaðssveiflum.

Gengisþróun

Lengd tímabila:

Tímabil:

-

Eignasamsetning

Ríkissafn

Ríkissafn hentar þeim sem vilja ávaxta inneign sína í ríkisskuldabréfum.

  • Ríkissafnið fjárfestir í ríkisskuldabréfum með meðallangan líftíma og hentar sjóðfélögum sem eru 57 ára og yngri, þola sveiflur í ávöxtun og vilja ávaxta lífeyrissparnað sinn að stærstum hluta í ríkisskuldabréfum. 
  • Safnið hefur einnig heimild til að fjárfesta að hluta í bankainnlánum.
  • Áætlaður meðaltími safnsins er 3 til 8 ár og safnið fjárfestir í skuldabréfum með ábyrgð ríkisins sem eru að hluta verðtryggð.
  • Jafnvel þó að um skuldabréf sé að ræða sem talin eru traust, eins og ríkisskuldabréf geta sveiflur orðið miklar í ávöxtun við vaxtabreytingar á markaði.

Gengisþróun

Lengd tímabila:

Tímabil:

-

Eignasamsetning

Nafnávöxtun á ársgrundvelli

Hver súla sýnir ávöxtun á ári á hverjum tímapunkti miðað við lengd tímabils sem valið er.

Lengd tímabila:

Besta og versta tímabil

Besta og versta eins árs/þriggja ára/fimm ára/tíu ára ávöxtun.

 

 

 

 

Samtryggingarsjóður

Sjóðfélagar greiða 8,5% af launum sem hluta af lágmarksiðgjaldi í samtryggingarsjóð og ávinna sjóðfélagar sér rétt á ævilöngum ellilífeyrisgreiðslum frá 70 ára aldri, örorku- og barnalífeyri við starfsorkumissi og maka- og barnalífeyri til eftirlifandi maka og barna við fráfall.

  • Samtryggingarsjóður fjárfestir í innlendum og erlendum verðbréfum og stefnir að langtímahækkun eigna með fjárfestingum í skuldabréfum sem vega um 45% í stefnu og hlutabréfum sem vega um 55% í stefnu sjóðsins.
  • Eignir samtryggingarsjóðs eru ávaxtaðar í sérgreindu verðbréfasafni og er markmið þess að sjóðurinn eigi ávallt fyrir skuldbindingum og skili á löngum tíma ávöxtun umfram viðmiðunarávöxtun (3,5% raunávöxtun).
  • Fjárfestingarstefna samtryggingar­sjóðsins tekur mið af réttindakerfi, lífeyrisbyrði, aldurssamsetningu sjóðfélaga og áætluðu framtíðar­greiðsluflæði vegna lífeyris­skuldbindinga sjóðsins.
  • Nánar um réttindi í samtryggingarsjóði má lesa hér.

Gengisþróun

Lengd tímabila:

Tímabil:

-

Eignir og fjárfestingarstefna

Svarta strikið sýnir vikmörk stefnu, þ.e. hámark og lágmark.

* framtaksfjárfestingar eru taldar með þeim eignaflokkum sem við á m.v. undirliggjandi eignir þeirra

Nafnávöxtun á ársgrundvelli

Hver súla sýnir ávöxtun á ári á hverjum tímapunkti miðað við lengd tímabils sem valið er.

Lengd tímabila:

Besta og versta tímabil

Besta og versta eins árs/þriggja ára/fimm ára/tíu ára ávöxtun.

 

 

 

 

Gjaldskrá vegna breytinga á ávöxtunarleið

Verðskrá vegna flutninga á milli safna 

  • Enginn kostnaður er greiddur af flutningi á milli safna samkvæmt Ævileiðinni.
  • Fyrir flutning á inneign á milli ávöxtunarleiða annarra en Innlánasafns er greitt 0,1% af fluttri inneign.
  • Fyrir flutning á inneign á milli ávöxtunarleiða og Innlánasafns er greitt 0,05% af fluttri inneign.