Birgir Rafn Þráinsson
Skrifstofustjóri
Býður sig fram til aðalstjórnar
Starfsferill/stjórnunarstörf:
- Skrifstofustjóri í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu frá 2022
- Skrifstofustjóri samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytinu 2021-2022
- Senior Manager, Pwc, 2019-2021
- Director of IT, Hibernia Networks, 2016-2017
- Framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur (nú Ljósleiðarinn), 2007-2015
- Framkvæmdastjóri hugbúnaðarsviðs OZ hf. 1996-2002
- Gagnastjóri RB, 1991-1996
Námsferill:
- Nám til ML gráðu í lögfræði, HR, 2021
- MSc gráða í tölvunarfræði, Pennsylvania State University, USA, 1991
- BSc gráða í tölvunarfræði, HÍ, 1988
- Stúdentspróf, Versló, 1985
Ástæður framboðs:
Á tæplega 40 ára starfsferli hef ég greitt í lífeyrissjóði, þ.m.t. Almenna lífeyrissjóðinn. Á þeim tíma hef ég fylgst vel með starfsemi lífeyrissjóða, fjárfestingastefnu þeirra, ávöxtun og áherslum í rekstri. Á næstu árum kemur að töku lífeyris þar sem ég fæ vonandi að njóta vinnu þeirra fyrir mína hönd. Ég býð mig fram til stjórnarsetu í Almenna lífeyrissjóðnum með það að markmiði að stuðla að árangri í afkomu sjóðsins á sama tíma og gætt er að áhættu fjárfestinga og skilvirkum rekstri hans. Ég hef reynslu af rekstri, áhættustýringu, er talnaglöggur og fylgist vel með atvinnu- og efnahagsmálum. Markmið mitt er að láta gott af mér leiða fyrir sjóðfélaga bæði til skemmri og lengri tíma.