Birgir Sigurðsson
Fjárfestir og stjórnarformaður
Býður sig fram til aðal- og varastjórnar
Starfsferill/stjórnunarstörf:
- Fjárfestir og stjórnarformaður Opus Futura ehf. frá 2024
- Framkv.stj. fjármála hjá Kletti – sölu og þjónustu ehf. 2011-2023
- Stjórn Viðskiptaráðs Íslands 2016-2020
- Framkv.stj. Fjármálasviðs Heklu hf. 2006-2011
- Fjármálastjóri Opinna kerfa hf. 1991-2006
- Fjármálastjóri Hewlett-Packard A/S 1987-1991
- Rekstrarráðgjafi hjá Kaupþingi hf. 1986-1987
Námsferill:
- Cand. Oecon, Háskóli Íslands – 1984
- Löggilding í fasteignaviðskiptum – 1986
- Dale Carnegie námskeið – 2015
- Fjöldi námskeiða heima og erlendis um fjármál og stjórnun
Ástæður framboðs:
Fjármálamarkaðir eru starfsvettvangur lífeyrissjóða og því er stjórnarmönnum nauðsyn að þekkja þar vel til mála en ég hef allan minn feril unnið við fjármál og rekstur og er því á heimavelli þar. Ég hef einnig setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja hér heima og á Norðurlöndum og hef því einnig mikla reynslu af stjórnarsetu, auk félags- og nefndarstarfa. Menntun mín á sviði viðskipta og hagfræði mun ennfremur koma að góðum notum. Um starfsemi lífeyrissjóða gildir mikið og flókið regluverk og eftirlit en það fellur mér vel að standa undir slíkum kröfum. Ég vil standa vörð um það meginmarkmið stjórnar að varðveita og ávaxta inneign sjóðfélaga af árvekni og kostgæfni með eingöngu þeirra hagsmuni í huga. Ég tel mikilvægt að fræðsla til ungra sjóðfélaga um mikilvægi þess að skilja og ígrunda snemma valkosti í lífeyrissparnaði, verði aukin. Ágæti sjóðfélagi, ég vonast eftir stuðningi þínum við stjórnarkjörið í lífeyrissjóðnum okkar.