Getum við aðstoðað?

Björn Eysteinsson

Framkvæmdastjóri

Býður sig fram til aðal- og varastjórnar

Starfsferill/stjórnunarstörf:

  • Framkvæmdastjóri Betri Ferðir ehf. frá 2013
  • Fulltrúi í Löginnheimtu Íslandsbanka, 2009-2013
  • Útibússtjóri og framkvæmdastjóri þróunar hjá Spron, 1999 – 2009
  • Útibússtjóri Íslandsbanka, 1988 – 1999
  • Forstjóri Hraðfrystihúss Stokkseyrar, 1987-1988
  • Aðstoðar framkvæmdastjóri í Berki ehf, iðnfyrirtæki, 1972 – 1987

 

Námsferill:

  • Stúdent frá Verslunarskóla Íslands 1970.
  • Gagnfræðapróf frá Flensborg, 1965.

Ég hef fyrst og fremst áhuga á því að fylgjast með og þróa til langrar framtíðar kjör allra  lífeyrisþega og ekki síst þeirra, sem eru hjá Almenna lífeyrissjóðnum.

Ég hef reynslu sem lífeyrisþegi sl 6 ár, en ekki síður  sem bæði launamaður og launagreiðandi frá 1972.  Auk þess hef ég fylgst vel með rekstri nokkurra lífeyrissjóða – sérstaklega þeirra sem voru í viðskiptum hjá mér sem útibússtjóri, bæði í Íslandsbanka og Spron.

Ég tel mig geta miðlað af reynslu minni og  þekkingu og þannig tekið þátt í allri þeirri umræðu, sem stjórn Almenna lífeyrissjóðsins þarf að takast á hendur.