Samstarf Almenna og Brúar
Almenni lífeyrissjóðurinn og Brú lífeyrissjóður hafa ákveðið að hefja samstarf um séreignarsparnað. Samstarfið felst í því að Brú mun benda sjóðfélögum sínum á ávöxtunarleiðir Almenna fyrir séreignarsparnað, bæði fyrir séreign sem myndast með skyldusparnaði og viðbótarlífeyrissparnaði. Smelltu hér til hliðar til að hefja sparnað en fyrir neðan eru upplýsingar um séreignarsparnað hjá Almenna.
Séreign hjá Almenna
-
Sjö ávöxtunarleiðir og Ævileið
Hjá Almenna getur þú valið á milli sjö ávöxtunarleiða allt frá 100% í íslenskum innlánum yfir í 100% í erlendum verðbréfum. Einnig er í boði svokölluð Ævileið en þá flyst inneign sjálfkrafa og án kostnaðar á milli blandaðra ávöxtunarleiða; Ævisafns I, Ævisafns II og Ævisafns III eftir því sem þú eldist. Ævileiðin er sjálfvalin ef þú velur ekki ákveðna ávöxtunarleið. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar um ávöxtunarleiðir.
-
Sjóðfélagavefur, sveigjanleiki og góð upplýsingagjöf
Hjá Almenna getur þú fylgst með séreign og réttindum á Sjóðfélagavef. Þú getur séð hvort greiðslur eru að berast, hve háar þær eru og hver ávöxtunin á séreigninni þinni er. Þú getur einnig séð eignasamsetninguna þína og skipt um ávöxtunarleið.
-
Ávöxtun
Langtímaávöxtun Almenna lífeyrissjóðsins hefur verið góð. Það er hægt að staðfesta með því að skoða gengi allra ávöxtunarleiða sem birt hefur verið daglega frá árinu 1998. Sláandi munur er á ávöxtun Almenna lífeyrissjóðsins samanborið við erlend lífeyristryggingafyrirtæki. Sjá frétt í Viðskiptablaðinu
-
Enginn sölu- eða upphafskostnaður
Hjá Almenna lífeyrissjóðnum greiðir þú engan sölu- eða upphafskostnað. Kostnaður sem greiddur er snemma á sprarnaðartímanum hefur mikil áhrif á ávöxtun.
Komdu í ráðgjöf eða sæktu um núna
Þú ert velkomin til okkar í ráðgjöf, í eigin persónu, í síma eða á fjarfund. Ef þú hefur þegar tekið ákvörðun getur þú smellt á takkana fyrir neðan. Hægt er að sækja um séreign sem hluta af skyldusparnaði eða viðbótarlífeyrissparnað.
Viðbótarlífeyrissparnaður - af hverju?
-
Launahækkun!
Auðveldasta launahækkun lífs þíns. Ef þú ert með viðbótarlífeyrissparnað verður vinnuveitandi þinn að greiða 2% á móti – sem hann myndi annars ekki gera! Meðal annars þess vegna er viðbótarlífeyrissparnaður hagstæðasti sparnaður sem völ er á.
-
Skattfrjáls húsnæðissparnaður
Þú verður að vera með viðbótarlífeyrissparnað ef þú ætlar að spara skattfrjálst fyrir útborgun eða inn á lán fyrstu fasteignar. Þú getur greitt allt að 500 þúsund á ári í tíu ár – eða fimm milljónir skattfrjálst!
-
Skattalega hagkvæmur
Ekki er greiddur fjármagnstekjuskattur af vaxtatekjum eða ávöxtun viðbótarlífeyrissparnaðar eins og greitt er af öðrum sparnaði. Það gerir þennan sparnað skattalega hagkvæman!
-
Erfist
Ólíkt venjulegum skyldusparnaði erfist viðbótarlífeyrissparnaður. Enginn erfðafjárskattur er dreginn af viðbótarlífeyrissparnaði sem gerir hann að mjög hagstæðum arfi.
-
Auðvelt sparnaðarform
Vinnuveitandinn þinn sér um að greiða sparnaðinn í lífeyrissjóð eða til annars vörsluaðila sem síðan ávaxtar séreignarsjóðinn þinn. Þú þarft bara að velja hvaða ávöxtunarleið þú vilt velja fyrir sparnaðinn þinn. Hjá Almenna lífeyrissjóðnum er hægt að velja á milli sex ávöxtunarleiða. Nánar hér.
Hvað þarftu að gera?
Smelltu hér til hliðar, gerðu samning og byrjaðu strax með viðbótarlífeyrissparnað.
Fyrsta fasteign - 10 skattfrjáls sparnaðarár
-
Einstaklega hagkvæmt
Sagt er að það sé tvennt sem ekki er hægt að forðast; það er dauðann og skatta. Við dauðanum sleppur víst enginn EN í tíu ár er hægt að spara skattfrjálst fyrir fyrstu fasteign með viðbótarlífeyrissparnaði. Það ætti að gefa til kynna hversu einstakt þetta er.
-
Þú verður að vera með viðbótarlífeyrissparnað!
Til þess að nýta sér þetta þarftu að vera með viðbótarlífeyrissparnað. Ekki er hægt að nota séreign af skyldusparnaði. Hægt er að smella hér til að gera samning um viðbótarlífeyrissparnað Almenna
-
500 þúsund á ári
Hægt er að spara 500 þúsund á ári í 10 ár eða samtals 5 milljónir. Það munar um það við kaup á fyrstu fasteign.
-
Ráðstafa inn á lán
Hægt er að nota hluta í útborgun og hluta til að greiða inn á lán eftir kaup. Þú gætir til dæmis safnað í sex ár og keypt þína fyrstu íbúð m.a. með viðbótarlífeyrissparnaðinum. Svo getur þú haldið áfram að greiða í fjögur ár í viðbót og þannig fullnýtt tíu ára tímabilið.
-
Hvað þarftu að gera?
Þú þarft að gera samning um viðbótarlífeyrissparnað, ef þú ert ekki með hann nú þegar. Hægt er að smella hér til að gera samning við Almenna.
Hvað þarftu að gera?
Smelltu hér fyrir neðan, gerðu samning og byrjaðu strax með viðbótarlífeyrissparnað.