Vel heppnaður fundur
Í lok febrúar 2025 hélt Almenni lífeyrissjóðurinn fræðslufundinn Eftirlaun í útlöndum. Á fundinum voru erindi frá Almenna lífeyrissjóðinum, Skattinum, Tryggingastofnun og Sjúkratryggingum. Hér á síðunni er hægt að kynna sér efnið að hluta eða í heild.
Undirbúningur í aðalhlutverki
Þórhildur Stefánsdóttir fer yfir þau atriði sem skipta máli í undirbúningi.
Hvar borga ég skattinn ef ég bý í útlöndum?
Fróðlegt erindin Elínar Margrétar Þráinsdóttur um skattamál þegar búið er erlendis.
TR og Íslendingar í útlöndum
Hér má sjá erindi Önnu Elísabetar Sæmundsdóttur um þjónustu TR við Íslendinga Í úlöndum.
Sjúkratrygging í dvöl erlendis
Berglind Ýr Karlsdóttir fjallar um hvernig sjúkratryggingum er háttað í dvöl erlendis.
Pyttir
-
Hverjir eru þeir og hvernig er hægt að forðast þá?
Hvað kom á óvart?
-
Var eitthvað sem kom á óvart í erindunum
Pallborðsumræður
-
Hvað þarf að gera til að grunntrygging haldist virk?
„það þarf að sækja um tímabundna tryggingu fyrir lífeyrisþega og það er í rauninni umsókn um það inni á heimasíðu sjúkratrygginga…“ Berglind Ýr, Sjúkratryggingum.
-
Sjúkratryggingar á einkasjúkrahúsum
“ ….ef evrópska sjúkratryggingakortið er notað þá erum við að tala um sem sagt styttri dvöl ekki búið að flytja lögheimili, ef það er notað þá gildir það að það hleypir manni inn í opinbera kerfið í því landi sem maður er að fara til og það er þá almennt ekki einmitt einkasjúkrahús….“ Berglind Ýr, Sjúkratryggingum sjá nánara svar í myndbandi.
-
Ef maður er 4 mánuði á Íslandi en styttra en sex mánuði í nokkrum útlöndum?
Anna Elísabet og Elín Margrét : „Hvar er bækistöð þín, hvar er heimilið? sjá nánari svör í myndbandi.
Getum við aðstoðað?
Netráðgjafi svarar algengum spurningum og netspjall fyrir frekari ráðgjöf.