Einar Hannesson
Framkvæmdastjóri
Býður sig fram til aðal- og varastjórnar
Starfsferill/stjórnunarstörf:
- Framkvæmdastjóri Sólar ehf. frá 2023
- Framkvæmdastjóri Fastus ehf. 2016-2022
- Útibússtjóri Landsbankans í Reykjanesbæ 2011-2016
- Sparisjóðsstjóri SpKef 2010-2011 (í fjóra mánuði)
- Forstöðumaður flugafgr. Icelandair Ground Services 2004-2010
- Sölustjóri hjá Póls ehf. 2003-2004
- Verkefnastjóri sérþjónustu hjá Tal hf. 2000-2003
Námsferill:
- Viðurkenndir stjórnarmenn frá Akademias árið 2023
- MBA frá Háskóla Íslands árið 2009
- Diplómanám í markaðsfræðum frá Háskóla Reykjavíkur 2003
- B.Sc. í iðnaðartæknifræði frá Tækniskóla Íslands árið 2000
Ástæður framboðs:
Undanfarna tvo áratugi hef ég borið ábyrgð á stjórnun og rekstri viðamikilla rekstrareininga hjá Landsbankanum og Icelandair, auk þess að starfa sem framkvæmdastjóri Sólar og Fastus, tveggja millistjórra en öflugra fyrirtækja. Reynsla mín er því fjölbreytt úr mörgum geirum atvinnulífsins. Ég er iðnaðartæknifræðingur að mennt, auk MBA gráðu frá HÍ og námi hjá Akademias sem viðurkenndur stjórnarmaður.
Ástriða mín hefur legið í almennum fyrirtækjarekstri, stefnumótun, mannauðsmálum og umbótavinnu. Ég hef stýrt og verið virkur þátttakandi í kaupum á minni fyrirtækjum og samruna þeirra við fyrrgreind félög. Í gegnum þá vinnu, sem og úr bankastarfsemi, hef ég öðlast gríðarlega reynslu í lestri ársreikninga, verðmati á fyrirtækjum og vali á fjárfestingarkostum.
Ég hef alla tíð verið virkur í stjórnar- og félagsstörfum en þar má helst nefna stjórnarsetu í Keili Háskólabrú og Körfuknattleikssambandi Íslands. Auk þess hef ég setið stjórnum ýmissa félagasamtaka og minni fyrirtækja.