Getum við aðstoðað?

Elva Ósk S. Wiium, 49 ára

Lögmaður

Starfsferill/stjórnunarstörf:

  • Lögmaður og eigandi á Lagastoð lögfræðiþjónustu 2021-
  • MP banki 2010-2013
  • Ernst & Young 2006-2010
  • Fjármálaráðuneytið 2000-2006
  • Formaður prófnefndar viðurkenndra bókara 2015-
  • Stjórnarmaður í Verðbréfamiðstöð Íslands 2016-2018

Námsferill:

  • Málflutningsréttindi fyrir héraðsdómstólum 2002 og Landsrétti 2019
  • Próf í verðbréfaviðskiptum 2013
  • MA í skattarétti, Háskólinn á Bifröst 2010
  • Embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands 2000
  • Stúdentspróf frá Verzlunarskóla Íslands 1995

Ástæður framboðs:

Í störfum mínum sem lögmaður hef ég unnið að ýmsum málum er hafa snertifleti við lífeyrismál og hef séð hversu mikilvægur þessi málaflokkur er fyrir venjulegt fólk. Það hefur vakið áhuga minn á lífeyrismálum og því býð ég mig fram í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins.

Vegna menntunar minnar og þeirrar víðtæku þekkingar sem ég hef aflað mér í störfum sem lögmaður tel ég mig hafa góða reynslu sem mun gagnast í stjórn sjóðsins. Markmið mitt er að viðhalda trausti sjóðsfélaga, auka þekkingu og skilning þeirra á lífeyrismálum og halda áfram að ávaxta lífeyrissparnað okkar allra til þess að tryggja sem hæstan lífeyri við starfslok.