Getum við aðstoðað?

Stjórn Almenna lífeyrissjóðsins skipaði eftirfarandi aðila í endurskoðunarnefnd sjóðsins 2024-2025:

  • Helga Harðardóttir, endurskoðandi, formaður nefndarinnar. Kosin á ársfundi.
  • Eiríkur Þorbjörnsson, deildarstjóri. Kosinn á ársfundi.
  • Þórarinn Guðnason, hjartalæknir. Tilnefndur af stjórn.

Um endurskoðunarnefnd er fjallað í grein 6.5. í samþykktum sjóðsins. Hlutverk nefndarinnar er eftirfarandi:

  1. Eftirlit með vinnuferli við gerð reikningsskila.
  2. Eftirlit með fyrirkomulagi og virkni innra eftirlits einingarinnar, innri endurskoðun, ef við á, og áhættustýringu.
  3. Eftirlit með endurskoðun ársreiknings og samstæðureiknings einingarinnar.
  4. Mat á óhæði endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis og eftirlit með öðrum störfum endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis.
  5. Setja fram tillögu til stjórnar um val á endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtæki.