Evgenía Kristín Mikaelsdóttir
Sérfræðingur
Býður sig fram til varastjórnar
Starfsferill/stjórnunarstörf:
- Sérfræðingur í skattfrádrátti R&Þ verkefna, Rannís, frá 2023
- Fagráðsmaður fyrir Eurostars, nýsköpunarsjóð ESB, frá 2024
- Sjálfstætt starfandi ráðgjafi í nýsköpun og tækniþróun, frá 2020
- Nýsköpunar- og þróunarstjóri, Vestmannaeyjar, 2021-2022
- Verkefnastjóri, Íslensk erfðagreining, 2013-2020
- Sérfræðingur í áhættugreiningu, FME, 2011-2013
Námsferill:
- PhD í sameinda- og frumulíffræði, Univ. of Washington, 2010
- MBA nýsköpunar- og tæknistjórnun, Univ. of Washington, 2008
- M.Sc. í heilbrigðisvísindum, Háskóli Íslands, 2002
- B.Sc. í sameindalíffræði, Háskóli Íslands, 1999
- B.Ph.Isl., íslenska fyrir erlenda stúdenta, Háskóli Íslands, 1994
Ástæður framboðs:
Ég gef kost á mér til varastjórnar Almenna lífeyrissjóðsins. Ég er með doktorspróf í lífvísindum og MBA í nýsköpunar- og tæknistjórnun frá University of Washington í Seattle. Auk áratuga reynslu af vísindastörfum á Íslandi og í Bandaríkjunum hef ég víðtæka reynslu af fjármálum og fjárfestingum í nýsköpun, rannsóknum og tækniþróun sem eru vaxandi hluti fjárfestinga í heiminum. Hjá fjármálaeftirlitinu leiddi ég eftirlits- og matsferli stærstu íslensku bankanna og tók þátt í kortlagningu og innleiðingu eftirlitsferlis fyrir aðrar fjármálastofnanir. Nú vinn ég að framkvæmd skattaívilnunaráætlunar ríkisins til stuðnings rannsóknum og tækniþróun íslenskra fyrirtækja, en í fyrra var ráðstafað 17 milljörðum króna í þennan málaflokk. Ennfremur er ég sérhæfður matsmaður hjá nýsköpunarsjóðum, m.a. Eurostars, stærsta nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins. Ég tel að menntun mín og reynsla myndi nýtast Almenna lífeyrissjóðnum vel við að ná markmiðum sínum um að tryggja sjóðsfélögum öruggt ævikvöld.