Er skynsamlegt að skipta um lífeyrissjóð þegar komið er inn á starfsævina og hvað þarf að hafa í huga í því sambandi? Þetta var spurning sem Árni Helgason, lögmaður og pistlahöfundur með meiru bar upp í dagskrárliðnum Lífeyrisleyndardómurinn í Hlaðvarpi Almenna en hann var gestur þáttarins.
Þórhildur Stefánsdóttir lífeyrisráðgjafi Almenna svaraði því til að það væri ekki sjálfgefið fólk geti valið sér sjóð, að meirihluti þeirra sem eru á vinnumarkaði eru bundir að kjara- eða ráðningarsamningi. Þannig að það fyrsta
sem þarf að kanna er hvort að viðkomandi geti valið sér lífeyrissjóð eða ekki. Ef maður getur valið sér lífeyrissjóð þarf maður að huga að réttindunum. Þeir svo komu á vinnumarkað fyrir árið 2002 geta átt rétt á jafnri réttindaávinnsla sem borgar sig að halda en eftir þann tíma tók gildi aldurstengd réttindaávinnsla sem þýðir að fólk vinnur sér inn meiri réttindi fyrst en þau minnka eftir því sem fólk eldist. Fyrir þá sem byrjuðu að greiða í lífeyrissjóð eftir árið 2002 þetta ekki máli. Það gildir fyrir Árna þar sem að eigin sögn var „köttur í háskóla“ árið 2002 og kom ekki á vinnumarkaðinn fyrr en í kring um 2007.
Það er einnig spurning hvernig sjóðurinn er uppbyggður, sumir sjóðir eru blandaðir sjóðir og Almenni er einn þeirra. Það þýðir að hluti af skyldusparnaði í séreignarsjóð og hluti í samtryggingarsjóð. Séreignarsjóðinn er hægt að taka út þegar fólk er 60 ára en samtryggingarsjóðurinn stendur undir elli- og áfallalífeyri. Lífeyrissjóðirnir eru að einhverju leiti með mismunandi áfallalífeyrisréttindi, stjórnir sjóðanna eru skipaðar með mismunandi hætti. Hjá sumum sjóðum, þar á meðal Almenna er kosið í stjórn og stjórn er eingöngu skipuð sjóðfélögum. Þetta skiptir marga máli, að geta haft áhrif á það hverjir eru í stjórn og geta jafnvel boðið sig fram sjálf/ur. Smelltu hér til að hlusta á hlaðvarpið í heild
Fleiri molar úr Hlaðvarpi Almenna: