Í fyrsta þættinum í Hlaðvarpi Almenna kemur fram að hægt er að hugsa um val á lífeyrissjóði eða að skipta um sjóð eins og kaup á stóru heimilistæki eins og þvottavél.
- Margir velja sér þvottavélar eða stór heimilistæki með þeim hætti að gera lista yfir þau atriði sem viðkomandi tæki þarf að uppfylla. Í tilfelli þvottavéla væri það kannski vinduhraði, hvort vélin sé sparsöm á rafmagn, verð og þess háttar. Þvottavélarnar eru bornar saman með tilliti til þessara atriða og sú vél valin sem uppfyllir þau best. Í einhverja daga eða vikur á meðan á valinu stendur þá er maður með á hreinu hvaða vélar koma helst til greina. Maður setur sig inn í málin í smá stund og gleymir því svo.
- Ef maður yfirfærir þetta á lífeyrissjóði þá vill maður kannski geta valið hverjir sitja í stjórn sjóðsins, að eingöngu sjóðfélagar séu í stjórn, að hluti af skyldusparnaði fari í séreignarsjóð sem hægt er að taka út um sextugt, að ávöxtun sé góð og að góður aðgangur sé að upplýsingum um ávöxtun og annað í starfsemi sjóðsins.
Það er líklegt að fólk verji meiri tíma um ævina í að velja sér heimilistæki en það ver í að velta fyrir sér lífeyrismálum. Þó er ljóst að hagsmunirnir í lífeyrismálum eru margfalt meiri.
Smelltu hér til að hlusta á hlaðvarpið í heild
Fleiri molar úr Hlaðvarpi Almenna: