Getum við aðstoðað?
Fræðsla og ráðgjöf

Lífeyrisgreiðslur og greiðslur frá Tryggingastofnun – moli úr hlaðvarpi Almenna

Það er ákvörðun yfirvalda hverju sinni hvort og hvað mikið lífeyrisgreiðslur skerða greiðslur frá tryggingastofnun. Algengt er að sjóðnum berist fyrirspurnir um þetta. Þetta kemur fram í Hlaðvarpi Almenna – Algengar spurningar.

Á vef tryggingastofnunar eru góð reiknivél þar sem hægt er að setja inn sínar forsendur og reikna út hvort og hve miklum greiðslum megi eiga von á fra  má eiga von á. Fyrst eftir að lífeyrissjóðunum var komið á laggirnar mynduðust ekki réttindi af öllum tekjum. Þess vegna voru lífeyrisréttindi þeirra sem greiddu þá í lífeyrissjóðina ekki eins mikil og þeirra sem hafa til dæmis greitt í sjóðina á síðustu 30 árum.

Það er líklegt að þeir sem fara á eftirlaun eftir 15-20 ár eftir að hafa verið með reglulegar tekjur fái lítið sem ekkert frá Tryggingastofnun. Þá er líklegt að réttindin verði það há að ekki verði þörf á greiðslum frá Tryggingastofnun. Greiðslur frá Tryggingastofnun eru hugsaðar sem grunnframfærsla ef lítil eða engin lífeyrisréttindi eru til staðar.

Smelltu hér til að horfa á umræður um lífeyrisgreiðslur eða hér til að hlusta eða horfa í heild sinni á Hlaðvarp Almenna um Algengar spurningar.

 

Fleiri molar úr þessu hlaðvarpi:

Er sparnaðurinn minn laus? Hve mikið er laust?
Hvernig lán ætti ég að taka? Hverju breyta lánsformin?
Lækka greiðslubyrði eða auka eignamyndun?
Aukagreiðslur inn á lán nú og fyrir 20 árum
Ávöxtunarleiðir
Skattþrep og skattamál
Lífeyrisgreiðslur og greiðslur frá Tryggingastofnun
Fyrsta fasteign
Spurningin sem enginn spyr
Erfanleiki séreignar – mikilvæg atriði
Á hvaða eftirlaunum er von, hvert stefnir?
Sjóðfélagavefurinn, heildarmyndin á grafísku formi