Getum við aðstoðað?
Fræðsla og ráðgjöf

Nýir sjóðfélagar, nýjar kröfur – moli úr hlaðvarpi

Yngri sjóðfélagar alast upp með heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og munu gera aðrar og meiri kröfur til sjálfbærni og umhverfismála en kynslóðirnar á undan. Þetta er meðal þess sem kemur fram í Hlaðvarpi Almenna #4 um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum.

Í heimsmarkmiðum Sameinuðu þjónanna er um að ræða áþreifanleg og mælanleg viðmið og framsetningu markmiða eða stefnu um það hvort verið sé að ná árangri eða ekki. Það er gerð framkvæmdaáætlun og hún gerð upp með ákveðnum hætti, þá er komið grip eða fast land til að miða við að byggja á.

Í rannsóknarskýrslunni eftir hrun voru háskólar gagnrýndir fyrir að undirbúa nemendur ekki nógu vel til að takast á við siðferðilegar og samfélagslegar áskoranir og tekið  sjálfstæða ákvörðun um það sem þeirra bíður í atvinnulífinu. Fólk gekk inn í störfin og vann þau eins og áður án þess að íhuga hvort það væri rétt eða rangt. Þarna hefur orðið breyting í háskólunum. En þetta nær ennþá neðar í aldri, allt niður í grunnskólana en þar er verið að vinna markvisst með Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Ungt fólk elst upp með þessum markmiðum og þau eru hluti af þeirra veruleika og viðmiðum um hvernig hlutunum skuli háttað. Parísarsamkomulagið frá árinu 2015 gengdi einnig mikilvægu hlutverki til að hreyfa við skuldbindingu stjórnvalda og fyrirtækja. Það tengist vel heimsmarkmiðunum einnig en eitt af þeim þáttum sem þar er fjallað um eru loftslagsmál. Undanfarin ár hefur verið algengara að börn á grunnskólaaldri láti í sér heyra um loftslagsmál og Greta Thunberg er ötull talsmaður þessara viðhorfa og þessarar kynslóðar.

Smelltu hér til að horfa á þennan mola eða hér til að horfa á allan 4. þátt um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum.

Fleiri molar úr þessu hlaðvarpi:

Ekki nýjar hugmyndir – ábyrgir viðskiptahættir árið 200 f.kr.
Stjórnvöld og fyrirtæki dæmd ábyrg
Aurora Alliance
Skýrslur, réttar skýrslur
Vonlaus samanburður?
Fjármagnið hreyfir við öllu
Ólík staða fyrirtækja flækir samanburð
Beinn ávinningur
Sjálfbærni og Kórónuveiran
Sjálfbærni í íslenskum lífeyrissjóðum
Fimm lög áhættu
Ísland á eftir í umhverfislegum þáttum
Áskoranir framundan