Getum við aðstoðað?
Fræðsla og ráðgjöf

Ólík staða fyrirtækja flækir samanburð – moli úr hlaðvarpi

Fyrirtæki geta verið á ólíkum stað innan sömu atvinnugreinar, sumir í breytingaferli en aðrir ekki. Ekki væri til dæmis sanngjarnt að bera saman starfsmannaveltu þessara fyrirtækja ef meta ætti frammistöðu þeirra. Þetta kemur fram í máli Þrastar Olafs Sigurjónssonar í 4. þætti af Hlaðvarpi Almenna um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð

Gildið fyrir starfsmannaveltu er t.d. allt annað fyrir fyrirtæki í breytingaferli en fyrir fyrirtæki í stöðugum rekstri og því er ekki hægt að taka lágt gildi í starfsmannaveltu og gefa sér að það sé gott. Mikil starfsmannavelta er einmitt það sem kann að þurfa fyrir fyrirtæki í breytingaferli, það þarf að ráða nýtt fólk til að ná fram nauðsynlegum breytingum. Það er því ekki hægt að skoða samanburð á gildum eða skori blindandi. Það þarf að vega þau og meta hjá báðum þessum fyrirtækjum. Ef matið er til dæmis að mikil starfsmannavelta sé neikvæð þá kemur fyrirtæki sem er í breytingaferli illa út, jafnvel þó að það sé að gera nákvæmlega það sem er rétt í þeirra stöðu. Í einhverjum tilfellum þarf að því að gefa sér forsendur.

Smelltu hér til að horfa á þennan mola eða hér til að horfa á allan 4. þátt um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum.

Fleiri molar úr þessu hlaðvarpi:

Ekki nýjar hugmyndir – ábyrgir viðskiptahættir árið 200 f.kr.
Nýir sjóðfélagar, nýjar kröfur
Stjórnvöld og fyrirtæki dæmd ábyrg
Aurora Alliance
Skýrslur, réttar skýrslur
Vonlaus samanburður?
Fjármagnið hreyfir við öllu
Beinn ávinningur
Sjálfbærni og Kórónuveiran
Sjálfbærni í íslenskum lífeyrissjóðum
Fimm lög áhættu
Ísland á eftir í umhverfislegum þáttum
Áskoranir framundan