Merking hugtaksins „Reiknað endurgjald“ er tekið fyrir í Hlaðvarpi Almenna lífeyrissjóðsins í liðnum Almenna lífeyrisorðabókin.
Flestar starfsgreinar eiga sér fagmál þar sem reynt er að nálgast á sem nákvæmastan hátt það sem við er átt hverju sinni.
Það á einnig við um lífeyrismál. Eins og bent hefur verið á af gesti í Hlaðvarpi Almenna þá er verið að nota torskilin orð og hugtök sem vel væri hægt að orða á almennan hátt án þess að merking glatist. Þetta á við um hugtakið „Reiknað endurgjald“ en samkvæmt Evu Ósk Eggertsdóttur ráðgjafa hjá Almenna þá þýðir þetta einfaldlega reiknuð laun. Hugtakið er einnig notað þegar fjallað er um skatta og bókhald en eðlilegra væri að tala um reiknuð laun þegar verið er að ræða um það út á við. Eins og með margt þá er það einfalt þegar maður veit það en ekki jafn sjálfsagt þegar maður veit það ekki. Yfirleitt er hugtakið notað hjá þeim sem eru í sjálfstæðum atvinnurekstri og þurfa að gefa skattyfirvöldum upp þau laun sem þeir reikna sér sem grunn til útreiknings á tekjuskatti. Sama fjárhæð er einnig notuð til að reikna út það sem greitt er í lífeyrissjóð.
Nánar um „Reiknað endurgjald“ og fleira sem tengist orðanotkun þegar fjallað er um lífeyrismál má heyra þegar hlustað er á hlaðvarpið.
Hér eru fleiri molar: