Getum við aðstoðað?
Fræðsla og ráðgjöf

Stjórnvöld og fyrirtæki dæmd ábyrg

Í meira en helmingi þeirra umhverfis- og loftslagslögsókna sem höfðuð eru gegn fyrirtækjum og stjórnvöldum eru fyrirtæki og stjórnvöld dæmd ábyrg. Þetta er meðal þess sem kemur fram í máli Láru Jóhannsdóttur í 4. þætti af Hlaðvarpi Almenna um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum.

Í yfirliti yfir 1600 lögsóknir sem flestar voru í Bandaríkunum kom í ljós að í 58% þeirra eru stjórnvöld og fyrirtæki dæmd ábyrg fyrir að aðgerðarleysi í loftslagsmálum. Hollenska ríkið tapaði slíku máli þar sem niðurstaðan var að stjórnvöld væru ekki að setja nógu metnaðarfulla stefnu í loftslagsmálum. Dæmi um stórt mál hjá fyrirtækjum er að Shell var gert að draga meira úr losun en þeir höfðu ætlað sér í máli sem Shell tapaði fyrir dómstólum. Það er einkennandi fyrir þessi mál að það er ungt fólk sem tekur af skarið og virðist vera að axla ábyrgð í loftslagsmálum og stuðla að því að tekist sé á við vandann. Það sem er sérstaklega áhugavert í niðurstöðu Shell-málsins er að fyrirtækið var gert ábyrgt fyrir allri virðiskeðjunni, ekki aðeins eigin starfsemi. Niðurstaðan getur haft víðtæk áhrif á hvernig starfsemi og ábyrgðinni á henni er háttað auk þess sem það gæti haft áhrif á hvað skrifað er í samfélagsskýrslur fyrirtækja.

Smelltu hér til að horfa á þennan mola eða hér til að horfa á allan 4. þátt um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum.

Fleiri molar úr þessu hlaðvarpi:

Ekki nýjar hugmyndir – ábyrgir viðskiptahættir árið 200 f.kr.
Nýir sjóðfélagar, nýjar kröfur
Aurora Alliance
Skýrslur, réttar skýrslur
Vonlaus samanburður?
Fjármagnið hreyfir við öllu
Ólík staða fyrirtækja flækir samanburð
Beinn ávinningur
Sjálfbærni og Kórónuveiran
Sjálfbærni í íslenskum lífeyrissjóðum
Fimm lög áhættu
Ísland á eftir í umhverfislegum þáttum
Áskoranir framundan