Getum við aðstoðað?
Fræðsla og ráðgjöf

Vonlaus samanburður? – moli úr hlaðvarpi

Það er erfitt að leggja mat á þau gögn sem notuð eru í skýrslum um sjálfbærni. Það þarf að ákveða og samræma hvað er mælt og í dag eru allir að taka þessar ákvarðanir og samræmingu vantar. Þetta kemur fram í máli Þrastar Olafs Sigurjónssonar í 4. þætti af Hlaðvarpi Almenna um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum.

Það þarf að ákveða hver mælir, hvernig og hvenær. Í hverjum af þessum þáttum er fólginn breytileiki og óvissa um samanburð og mælanleika, sérstaklega þar sem mannshöndin kemur nálægt. Vissulega er mikilvægt skref er að vandinn er viðurkenndur, það er almennt viðurkennt að loftslagsbreytingar eru raunverulegt vandamál sem taka þarf á.  Sumir hafa hins vegar hag af því að flækja málin og það er orðin til heil atvinnugrein til að eiga við allar þessar ófjárhagslegu upplýsingar. Þetta er svo brothætt og mestu máli skiptir að geta nýtt gögn þar sem mannshöndin kemur hvergi nálægt. Það er að verða til atvinnugrein þar sem vottunaraðilar, endurskoðunaraðilar, eftirlitsaðilar, lögfræðistofur, verkfræðistofur og fleiri taka þátt í þessari þróun. Evrópusambandið er einnig að gera sitt í þessu.

Smelltu hér til að horfa á þennan mola eða hér til að horfa á allan 4. þátt um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum.

Fleiri molar úr þessu hlaðvarpi:

Ekki nýjar hugmyndir – ábyrgir viðskiptahættir árið 200 f.kr.
Nýir sjóðfélagar, nýjar kröfur
Stjórnvöld og fyrirtæki dæmd ábyrg
Aurora Alliance
Skýrslur, réttar skýrslur
Fjármagnið hreyfir við öllu
Ólík staða fyrirtækja flækir samanburð
Beinn ávinningur
Sjálfbærni og Kórónuveiran
Sjálfbærni í íslenskum lífeyrissjóðum
Fimm lög áhættu
Ísland á eftir í umhverfislegum þáttum
Áskoranir framundan