Getum við aðstoðað?

32 í framboði til stjórnar

14. mars 2025

32 í framboði til stjórnar

Alls eru 32 sjóðfélagar í framboði um fjögur laus sæti í aðalstjórn og varastjórn Almenna lífeyrissjóðsins. Af þeim eru 28 í framboði um tvö laus sæti karla í aðalstjórn og 28 um tvö laus sæti í varastjórn.

Kosningasíða hefur verið opnuð á heimasíðu sjóðsins, þar sem frambjóðendur kynna sig. Rafræn kosning fer fram á vefsíðu Almenna frá kl. 12:00 þann 26. mars til kl. 16:00 þann 3. apríl 2025.

Einungis sjóðfélagar geta boðið sig fram og tekið þátt í kosningunni.

Smelltu hér til að skoða sérstaka kynningarsíðu um frambjóðendur