Getum við aðstoðað?

Aldursháð aðlögun réttinda staðfest fyrir Hæstarétti

27. nóvember 2024

Aldursháð aðlögun réttinda staðfest fyrir Hæstarétti

Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm í máli Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna gegn sjóðfélaga

Fjármálaráðuneytið tilkynnti í desember 2021 að lífeyrissjóðir skyldu nota nýjar líftöflur við mat á skuldbindingum samtryggingadeilda. Með þeim er reiknað með hækkandi lífaldri komandi kynslóða og að sjóðfélagar lifi lengur en áður var reiknað með. Þar sem lífeyrissjóðir greiða ellilífeyri til æviloka þýðir hærri lífaldur lengri greiðslutími lífeyris og þar af leiðandi jukust skuldbindingar sjóðanna. Í dómsmálinu reyndi á það hvort lífeyrissjóðnum hefði verið heimilt að aðlaga réttindi sjóðfélaga eftir aldri á grundvelli nýrra líftaflna.

Hæstiréttur staðfestir með dómi sínum að aldursháð aðlögun réttinda vegna nýrra lífstaflna sé heimil. Dómurinn er fordæmisgefandi fyrir aðra lífeyrissjóði. Niðurstaðan er í fullu samræmi við breytingar á réttindum sem samþykktar voru á ársfundi Almenna lífeyrissjóðsins þann 31. mars 2022.

Hér má lesa dóminn í heild sinni.