Getum við aðstoðað?

Ánægjulegur ársfundur

18. mars 2015

Ársfundur Almenna lífeyrissjóðsins 2015 var haldinn þriðjudaginn 17. mars á Icelandair Hótel Reykjavík Natura. Á fundinum var lögð fram skýrsla stjórnar og ársreikningur fyrir árið 2014 auk þess sem kosið var í tvö laus sæti í aðalstjórn og eitt í varastjórn. Tímabili Hrannar Sveinsdóttur og Ástríðar Jóhannesdóttur í aðalstjórn lauk á árinu og Péturs Þorsteins Óskarssonar í varastjórn. Þrjú framboð bárust í aðalstjórn frá þeim Ástríði Jóhannesdóttur lækni, Guðrúnu Torfadóttur lækni og Huldu Rós Rúriksdóttur hæstaréttarlögmanni, en vegna samþykkta sjóðsins um jafnt vægi kynja í stjórn gátu eingöngu konur boðið sig fram að þessu sinni. Ástríður og Hulda Rós voru kjörnar í aðalstjórn og Pétur Þorsteinn Óskarsson endurkjörinn í varastjórn.

  •  Afkoma sjóðsins var góð á síðasta ári og eignir sjóðsins hækkuðu um 10% á árinu eða úr 142 ma. króna í 156 ma.kr. og fjöldi sjóðfélaga nálgast nú 40.000.
  • Í máli Odds Ingimarssonar stjórnarformanns, kom m.a. fram að tryggingafræðileg staða sjóðsins hefði batnað um 2,9 prósentustig og að hæsta raunávöxtun ársins hefði verið í Ævisafni I: 8,7%.


Oddur Ingmarsson, stjórnarformaður, flytur skýrslu stjórnar á ársfundi Almenna lífeyrissjóðsins.

Ræða stjórnarformanns Odds Ingimarssonar.

Glærur frá fundinum.

Skýrsla tryggingafræðings um tryggingafræðilega úttekt.

Ársskýsla 2014.

Fundargerð ársfundarins má sjá með því að smella hér.