Getum við aðstoðað?

Ársfundur 2025

04. apríl 2025

Ársfundur 2025
Gengið í Kerlingafjöllum. Mynd: Helga Indriðadóttir

Ársfundur Almenna lífeyrissjóðsins 2025 var haldinn fimmtudaginn 3. apríl 2024 á Hilton Reykjavík Nordica.

Á fundinum flutti Sigríður Magnúsdóttir stjórnarformaður skýrslu stjórnar, Gunnar Baldvinsson framkvæmdastjóri fór yfir ársreikning og tryggingafræðilega stöðu sjóðsins og Kristjana Sigurðardóttir fjárfestingastjóri kynnti fjárfestingarstefnu sjóðsins.

Í aðdraganda ársfundarins fór fram rafrænt stjórnarkjör. Tuttugu og átta sjóðfélagar buðu sig fram í tvö laus sæti karla í aðalstjórn og 28 buðu sig fram í tvö laus sæti í varastjórn. Annað þeirra þarf að vera skipað karli en  hitt má vera skipað karli eða konu. Kosning hófst á hádegi 26. mars og lauk kl. 16:00, 2. apríl.

Á kjörskrá voru alls 58.663 sjóðfélagar og nýttu 1.523 sjóðfélagar kosningarétt sinn, eða 2,59% sjóðfélaga. Árið 2024 kusu 1.049 og árið 2023 kusu 723. Því hefur kjörsókn aukist markvisst ár frá ári eða um 45% á milli ára.

Heildaratkvæðamagn í kosningunum var 456.545.532.594. Greidd atkvæði voru 69.213.595.794. Kjörsókn miðað við atkvæðamagn var 15,16% sem er aukning frá árinu undan þegar kjörsókn var 11,83%.

Úrslit voru tilkynnt á ársfundi sjóðsins. Niðurstaða kosninganna var að Þórarinn Guðnason og Már Wolfgang Mixa voru kjörnir í aðalstjórn til þriggja ára. Evgenía Kristín Mikaelsdóttir hlaut kosningu í varastjórn til þriggja ára en Frosti Sigurjónsson hlaut kosningu í varastjórn til tveggja ára.

Tillögur að breytingum á samþykktum sjóðsins voru kynntar auk þess sem Deloitte ehf. var sjálfkjörið sem endurskoðunarfélag sjóðsins fyrir reikningsárið 2024.

Hér fyrir neðan má sjá upptöku frá fundinum.