Ársfundur verður 30. mars – takið daginn frá
06. mars 2023
Ársfundur Almenna lífeyrissjóðsins árið 2023 verður haldinn fimmtudaginn 30. mars á Grand Hótel Reykjavík kl. 17:15. Nánari upplýsingar og dagskrá fundarins verða birtar þann 16. mars nk.
Í aðdraganda fundarins fer fram rafrænt stjórnarkjör og verða kosnir tveir aðalmenn og einn varamaður. Upplýsingar um stjórnarkjörið og frambjóðendur verða birtar á heimasíðu sjóðsins þann 9. mars nk. Niðurstaða kosningarinnar verður tilkynnt á ársfundinum.