Eftirlaun í útlöndum
21. febrúar 2025

Fræðslufundur 27. febrúar
Fræðslufundur Almenna lífeyrissjóðsins, Eftirlaun í útlöndum, var mjög vel sóttur en A-salur á Hilton Reykjavík Nordica var þétt setinn en auk þess sem um 900 manns höfðu horft á streymi eða upptöku klukkutíma eftir að fundinum lauk. Efni fundarins er ætlað þeim sem íhuga að verja eftirlaunaárunum að einhverju leyti erlendis.
Ljóst er að áhuginn á efninu er mikill.
Í ljósi þess að fundartíminn var stuttur og efnið mikið viljum við bjóða upp á að senda spurningar í tölvupósti á netfangið halldor@almenni.is. Við munum leggja okkur fram um að fá svör við spurningunum.
Dagskrá fundarins var eftirfarandi:
- „Undirbúningur í aðalhlutverki”
Þórhildur Stefánsdóttir, deildarstjóri ráðgjafa hjá Almenna. - „Hvar borga ég skattinn ef ég bý í útlöndum?
Elín Margrét Þráinsdóttir, deildarstjóri í alþjóðlegri skattlagningu hjá Skattinum - „TR og Íslendingar í útlöndum”
Anna Elísabet Sæmundsdóttir, sviðsstjóri ellilífeyris hjá TR - „Sjúkratrygging í dvöl erlendis?”
Berglind Ýr Karlsdóttir, sviðsstjóri trygginga hjá Sjúkratryggingum.