Endurreikningur vegna rangrar vísitölu
19. október 2016
Í september tilkynnti Hagstofa Íslands að mistök hefðu verið gerð við útreikning á vístölu neysluverðs sem höfðu áhrif á vísitöluna á tímabilinu maí til september, sjá tilkynningu hér. Vegna þessara mistaka munu eftirstöðvar verðtryggðra lána sem tekin voru á þessu tímabili hækka vegna breytinga á vísitölu sem áttu sér stað fyrir lántöku.
Almenni lífeyrissjóðurinn hefur nú ákveðið að endurreikna lán sem voru tekin á áðurgreindu tímabili og endurgreiða mismun inn á höfuðstól þeirra. Það mun taka einhvern tíma að framkvæma leiðréttinguna en sjóðurinn stefnir á að það verði gert í október og nóvember. Lántakar mun fá tilkynningu um innborgunina.