Getum við aðstoðað?

Erlent verðbréfasafn – ný ávöxtunarleið

31. janúar 2025

Erlent verðbréfasafn – ný ávöxtunarleið

Hlutabréf/skuldabréf, helstu gjaldmiðlar, fleiri en 5000 fyrirtæki í ólíkum hagkerfum heimsins

Almenni hefur stofnað ávöxtunarleiðina Erlent verðbréfasafn sem fjárfestir eingöngu í erlendum eignum.

  • Fjárfestingarstefna safnsins eru 70% hlutabréf og 30% skuldabréf.
  • Erlenda verðbréfasafnið á hlut í yfir 5000 fyrirtækjum og dreift safn skuldabréfa. Fyrir vikið er áhættudreifing mikil, bæði á atvinnugreinar, gjaldmiðla og ólík hagkerfi.
  • Þrátt fyrir það má búast við sveiflum í ávöxtun. Talsverðar verðsveiflur geta orðið á erlendum verðbréfamörkuðum og þá hafa breytingar á gengi erlendra gjaldmiðla einnig áhrif á ávöxtun.
  • Erlenda verðbréfasafnið er hagkvæmt fyrir sjóðfélaga.
    Í raun njóta sjóðfélagar Almenna kjara eins og fagfjárfestar, greiða ekki sölukostnað, upphafskostnað eða ábendingaþóknun.
  • Að auki er ekki er greiddur fjármagnstekjuskattur af ávöxtun séreignarsparnaðar.

Á síðustu árum hafa ávöxtunarleiðir Almenna lífeyrissjóðsins skilað góðri ávöxtun, meðal annars vegna hagstæðrar þróunar á erlendum hlutabréfamörkuðum.

Erlenda verðbréfasafnið er sjöunda ávöxtunarleiðin sem sjóðfélagar geta valið og góð viðbót við fjölbreytt úrval hjá Almenna. Safnið hentar vel fyrir sjóðfélaga sem þola sveiflur í ávöxtun og vilja fjárfesta viðbótarlífeyrissparnað sinn alfarið erlendis, í blönduðu safni hlutabréfa og skuldabréfa

Aðrar ávöxtunarleiðir eru Ævisafn I, Ævisafn II, Ævisafn III, Ríkissafn, Skuldabréfasafn og Innlánasafn.

Blönduðu verðbréfasöfnin Ævisafn I, Ævisafn II og Ævisafn III mynda Ævileiðina þar sem inneign flyst sjálfkrafa og án kostnaðar á milli safnanna þriggja eftir því sem sjóðfélagi eldist. Ævileiðin hentar flestum og er sjálfvalin ef fólk velur sér ekki ávöxtunarleið.

Ríkissafn hentar þeim sem vilja ávaxta inneign sína í innlendum ríkisskuldabréfum.

Skuldabréfasafn (áður Húsnæðissafn) hentar þeim sem vilja dreift safn innlendra skuldabréfa með tiltölulega litlum sveiflum og sem er að stórum hluta verðtryggt.

Innlánasafn hentar þeim sem vilja ávaxta inneign sína í innlendum bankainnlánum sem eru að stærstum hluta verðtryggð.