Galið að vera ekki með…
03. október 2024
Viðbótarlífeyrissparnaður í 25 ár
Þriðjudaginn 8. október hélt Almenni lífeyrissjóðurinn morgunfund í tilefni þess að á þessu ári eru liðin 25 ár síðan viðbótarlífeyrissparnaður hófst. Fundurinn var vel sóttur bæði í Vox Club salnum á Hilton Reykjavik Nordica þar sem fundurinn var haldinn og á streymi. Á fundinum héldu erindi þau Már Wolfgang Mixa dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, Kristjana Sigurðardóttir fjárfestingastjóri Almenna og Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna.
Fjallað var vítt og breitt um viðbótarlífeyrissparnað, um sögu hans og þróun, af hverju hann er mikilvægur og hagstæður, hvernig best er að ávaxta hann og hver ávöxtunin hefur verið. Að loknum erindunum sátu fyrirlesarar fyrir svörum í pallborði.
Fundarstjóri á fundinum var Sveinn Melsted, aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins.
Upptöku frá fundinum má sjá hér fyrir neðan og á www.vb.is