Góður ársfundur
19. mars 2014
Ársfundur Almenna lífeyrissjóðsins var haldinn kl. 17:15, 18. mars á Icelandair Hótel Reykjavik Natura. Fundurinn var hann ágætlega sóttur og fór vel fram. Á fundinum var lögð fram skýrsla stjórnar og ársreikningur fyrir árið 2013. Kjörtímabili tveggja stjórnarmanna lauk í ár, þeirra Sigurbjarnar Sveinssonar formanns og Sigríðar Sigurðardóttur varaformanns. Sigurbjörn gaf ekki kost á sér á ný en það gerði Sigríður en auk hennar gaf Ólafur H. Jónsson, tæknifræðingur, sem setið hefur í varastjórn sjóðsins, kost á sér. Þar sem önnur framboð bárust ekki var sjálfkjörið í aðalstjórn. Kjósa þurfti í tvö laus sæti í varastjórn en auk Ólafs sem var kjörinn í aðalstjórn þurfti að kjósa í stað Ingvars J. Baldurssonar en kjörtímabili hans lauk í ár. Þrjú framboð bárust: Björn Arnar Magnússon, Davíð Ólafur Ingimarsson og Pétur Þorsteinn Óskarsson. Davíð Ólafur og Pétur Þorsteinn voru kjörnir.
- Afkoma Almenna lífeyrissjóðsins var góð árið 2013 en sjóðurinn stækkaði um 10,5% á árinu úr 129 milljörðum í 142 milljarða. Sjóðfélagar í árslok voru 37.498.
- Sigurbjörn Sveinsson fráfarandi formaður stjórnar Almenna lífeyrissjóðsins sagði að árið 2013 hafi verið þriðja árið í röð sem blandaðar ávöxtunarleiðir skiluðu góðri ávöxtun og hefur Ævisafn I skilað 7,2% raunávöxtun á ári sl. þrjú ár og samtryggingarsjóður 5,9%.
- Tryggingafræðileg staða sjóðsins batnaði á árinu 2013 vegna góðrar afkomu en heildarskuldbindingar eru nú 2,5% umfram eignir og framtíðariðgjöld.
Gögn frá ársfundinum:
Ávarp Sigurbjörns Sveinssonar, formanns stjórnar.
Glærur frá fundinum.
Skýrsla Vigfúsar Ásgeirssonar tryggingafræðings um tryggingafræðilega úttekt.
Ársskýrsla 2013.
Fundargerð ársfundarins má sjá með því að smella hér.
Fundarmenn á ársfundi Almenna lífeyrissjóðsins 2014.