Kynningarfundur um sjóðfélagavef
04. mars 2016
Á fimmtudagsmorguninn 3. mars hélt Almenni lífeyrissjóðurinn kynningarfund um nýja sjóðfélagavefinn. Fundurinn var haldinn í húsnæði sjóðsins á 5. hæð í Borgartúni 25. Farið var yfir útlit og virkni vefsins og þær aðgerðir sem hægt er að framkvæma á honum. Fundarmenn voru áhugasamir og gáfu sér tíma til að spyrja spurninga og ræða málin. Fundurinn þótti lofa góðu um fundahald að morgni í húsnæði sjóðsins en ætlunin er að halda fleiri morgunfundi á næstu mánuðum en þeir verða auglýstir þegar nær dregur.