Nýr launagreiðendavefur
23. ágúst 2024
Almenni lífeyrissjóðurinn hefur tekið í notkun nýjan launagreiðendavef þar sem launagreiðendur geta sótt upplýsingar um iðgjaldagreiðslur og skráð skilagreinar.
Eingöngu starfsmenn með umboð geta notað launagreiðendavefinn. Með nýjum launagreiðendavef þarf að skrá öll umboð aftur en fyrra kerfi til gefa umboð með Íslykli á Ísland.is verður lagt af frá 1. september næstkomandi.
Prókúruhafar fyrirtækja verða að veita starfsmönnum sem sjá eiga um iðgjaldaskil umboð í gegnum nýtt umboðakerfi frá Signet sem er í þjónustu Advania. Vakin er athygli á því að ef prókúruhafi sér um iðgjaldaskil þarf hann einnig að veita sjálfum sér umboð.
Ferlið við umboðsveitingu sem sjá má hér er einfalt og getur hver sá sem er með prókúru veitt umboð.
Vinsamlegast farið á eftirfarandi slóð til að veita umboð:
https://login.signet.is/Home/Form/8
Það er von sjóðsins að nýi launagreiðendavefurinn mælist vel fyrir.