Skattþrep 2024
29. desember 2023
Frá og með áramótum taka ýmsar skattabreytingar fyrir heimili og fyrirtæki gildi. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt upplýsingar um skattþrep og skattaprósentur fyrir árið 2024. Eins og sjá má í þessari frétt frá ráðuneytinu snýst breytingin að mestu um tilfærslu álagningar frá ríki til sveitarfélaga til að standa undir þjónustu við fatlað fólk. Þessi staðgreiðsluprósenta miðar við að meðal útsvarsprósenta verði 14,93%, en ekki liggur fyrir hver endanleg útsvarsprósenta verður. Persónuafsláttur á árinu 2023 verður 779.112 krónur eða 64.926 krónur á mánuði og eru skattleysismörk launatekna á mánuði því kr. 214.839 krónur. Skattleysismörk lífeyristekna eru hins vegar 206.245.
Skattþrep | Viðmiðunartekjur á mánuði | Staðgreiðsluprósenta |
1. þrep | 0 – 446.136 krónur | 31,48% |
2. þrep | 446.137– 1.252.501 | 37,98% |
3. þrep | Yfir 1.252.501 krónum | 46,28% |
Tekjuskattur er greiddur af öllum lífeyrisgreiðslum.
Við útreikning á staðgreiðslu er horft til tekna í þeim mánuði sem lífeyrir er greiddur og því getur borgað sig að dreifa á lengra tímabil. Þetta er gott að hafa í huga við ákvörðun um úttekt séreignar.
Staðgreiðslan er reiknuð þannig að greiddur er 31,48% skattur af fyrstu 446.136 krónum, 37,98% af næstu 806.364 og 46,25% af öllum tekjum sem eru umfram 1.252.501 krónur.
Ekki er horft til heildartekna á árinu fyrr en við álagningu tekjuskatts í júlí árið eftir. Það er á ábyrgð lífeyrisþega að tilkynna lífeyrissjóðnum um skattþrep sem á að nota. Álagning tekjuskatts fer fram 1. júlí ár hvert og ef það vantar upp á staðgreiðsluna bætist við 2,5% álag. Við viljum því hvetja sjóðfélaga sem vilja fá upplýsingar um hvernig best er að haga úttekt lífeyris að hafa samband við ráðgjafa sjóðsins.
Nánari upplýsingar um er að finna á vef Skattsins www.skatturinn.is