Varúð – svikahrappar á ferð
29. apríl 2024
Almenni lífeyrissjóðurinn hefur spurnir af því að óprúttnir aðilar hafi verið að birta svikafærslur á samfélagsmiðlum í nafni sjóðsins og óskað eftir einhverjum upplýsingum. Af gefnu tilefni vill Almenni lífeyrissjóðurinn taka fram að sjóðurinn er ekki að senda skilaboð á samfélagsmiðlum til að óska eftir símanúmerum, netföngum og því síður lykilorðum eða öðrum upplýsingum.
Það gæti nýst okkur í baráttunni við þessa óprúttnu aðila ef hægt væri að fá senda mynd af færslunni en umfram allt ekki gefa upplýsingar eða smella á tengla.