Yfirlit berast, nýr sjóðfélagavefur opnar
17. september 2015
Þessa dagana berast sjóðfélögum yfirlit um áunnin ellilífeyrisréttindi og stöðu séreignar í lok ágúst 2015.
Nú hefur sjóðurinn einnig stigið stórt skref inn í framtíðina með opnun nýs sjóðfélagavefs. Á honum er að finna ítarlegri upplýsingar um réttindi og inneign sjóðfélaga en áður. Þá er það nýjung að sjóðfélagar með lán frá sjóðnum geta séð upplýsingar um stöðu og greiðslusögu.
Við hönnun vefsins var lögð áhersla á myndræna og einfalda framsetningu og að vefurinn virki vel fyrir allar borð- og spjaldtölvur sem og snjallsíma. Sjóðfélagavefurinn er sá fyrsti þar sem hægt er að breyta um ávöxtunarleið, undirrita samninga og sækja um lífeyri og greiðslur, með rafrænni undirskrift.
Smelltu hér til að opna nýja sjóðfélagavefinn.
Til að skoða kynningarsíðu um sjóðfélagavefinn smelltu hér.
Af þessu tilefni viljum við hvetja sjóðfélaga til að afþakka yfirlit í pósti enda er alltaf hægt að sjá uppfærða stöðu á sjóðfélagavefnum.
Gott að bera innborganir saman við launaseðla til að kanna hvort iðgjöld frá launagreiðendum hafi borist, hvort sem það er gert með því að skoða sjóðfélagavefinn eða yfirlit á pappír.