Getum við aðstoðað?

Frosti Sigurjónsson, 59 ára

Ráðgjafi

Starfsferill/stjórnarstörf:

  • Ráðgjafi, 2017 –
  • Bankaráð seðlabankans, 2017-2022
  • Alþingi, formaður eh.vn. 2013-2016
  • Stofnandi Dohop, 2004-2020
  • Stjórnarformaður CCP, 1999-2005
  • Forstjóri Nýherja, 1996-2001
  • Fjármálastjóri Marel, 1994-1996

Námsferill:

  • Rekstrarhagfræði (MBA), LBS, 1991
  • Viðskiptafræði, Háskóli Íslands, 1988

Ástæða framboðs:

Það er von mín að sú reynsla og þekking sem ég hef aflað á fjölbreyttum starfsferli geti orðið að gagni í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins.

Auk almennrar reynslu af stjórnarstörfum, bý ég að áratuga reynslu af rekstri og uppbyggingu hátæknifyrirtækja sem mörg hafa náð að hasla sér völl í alþjóðlegri samkeppni. Undanfarin áratug hef ég einnig stutt við frumkvöðla með ráðgjöf og aðstoð við fjármögnun verkefna.

Einnig má nefna að sem formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis tók ég virkan þátt í að innleiða mikilvægar umbætur á því regluverki sem lífeyrissjóðir og fjármálafyrirtæki starfa eftir. Í bankaráði Seðlabankans hef ég einnig fengið afar góða innsýn í þróun efnahagsmála.

Hljóti framboð mitt stuðning, mun ég leggja mig fram um að gæta hagsmuna Almenna og allra sjóðsfélaga.