Getum við aðstoðað?

Frosti Sigurjónsson

Frosti Sigurjónsson

Rekstrarhagfræðingur

Býður sig fram til aðal- og varastjórnar

Starfsferill/stjórnunarstörf:

  • Rekstrarráðgjöf, sjálfstætt starfandi frá 2017
  • Almenni lífeyrissjóðurinn, varastjórn, 2022-
  • Bankaráð Seðlabanka Íslands, 2017-2022
  • Alþingi, form. efnahags- og viðskiptanefndar, 2013-2016
  • Artica Finance ehf, stjórnarmaður, 2011-2013
  • Dohop ehf, stofnandi, 2004-2020
  • Nýherji hf, forstjóri, 1996-2001

Námsferill:

  • Rekstrarhagfræði, London Business School, 1991
  • Viðskiptafræði, Háskóli Íslands, 1988

Ástæður framboðs:

Frá árinu 1997 hef ég verið félagi í Almenna, var kosinn í varastjórn sjóðsins árið 2022 og hef því haft gott tækifæri til að kynnast starfsemi sjóðsins og þeim áskorunum og tækifærum sem stjórn sjóðsins þarf að fást við á næstu misserum.

Auk reynslu af stjórnarstörfum í tækni- og fjármálafyrirtækjum, bý ég að áratuga reynslu af rekstri tæknifyrirtækja sem mörg hver hafa náð að hasla sér völl í alþjóðlegri samkeppni. Ég hef einnig fylgst náið með þeirri byltingu sem gervigreindin er að valda í rekstri fyrirtækja.

Á Alþingi, sem formaður efnahags- og viðskiptanefndar, tók ég þátt í að innleiða umbætur á því regluverki sem lífeyrissjóðir og fjármálafyrirtæki starfa eftir. Meðan ég var í bankaráði Seðlabankans var gjaldeyrishöftum aflétt og fjármálaeftirlitið sameinað bankanum.

Framboð mitt til stjórnar stafar af einskærum áhuga á því að reynsla mín geti orðið stjórn Almenna að gagni við að ráða sem best fram úr öllum verkefnum með hagsmuni sjóðsfélaga að leiðarljósi.