Getum við aðstoðað?

Fræðslusíður Almenna lífeyrissjóðsins eru skrifaðar af starfsmönnum sjóðsins. Efni og innihald greinanna eru ekki mat eða skoðanir Almenna lífeyrissjóðsins heldur einungis þeirra sem þær skrifa. Greinunum er hins vegar ætlað að endurspegla markmið og gildi Almenna lífeyrissjóðsins sem eru:

  • Að veita góða þjónustu og vandaða ráðgjöf til sjóðfélaga.
  • Að veita sjóðfélögum góðar upplýsingar um lífeyrisréttindi og séreignarsparnað, um eignir og um rekstur sjóðsins.
  • Hagkvæmur rekstur og lágur kostnaður þannig að sem mest af ávöxtun skili sér til sjóðfélaga.

Greinar á fræðslusíðum skiptast í þrjá efnisflokka:

  • Eftirlaun. Almenn umfjöllun um lífeyrismál og sparnað til eftirlaunaáranna.
  • Ávöxtun. Almenn umfjöllun um ávöxtun eftirlaunasparnaðar.
  • Lánamál. Almenn umfjöllun um langtímalán til einstaklinga.

Fyrirvarar

Greinar á fræðslusíðu Almenna lífeyrissjóðsins eru stutt samantekt á því efni sem fjallað er um hverju sinni og eru skrifaðar samkvæmt bestu vitund höfundar og með hliðsjón af upplýsingum sem liggja fyrir á hverjum tíma. Almenni lífeyrissjóðurinn, greinahöfundar og aðrir starfsmenn sjóðsins bera ekki ábyrgð á viðskiptum sem gerð eru eða öðrum ákvörðunum sem teknar eru á grundvelli efnis og upplýsinga er birtist á fræðslusíðu sjóðsins.

Almenni lífeyrissjóðurinn ráðleggur lesendum að kynna sér málin eins vel og hægt er og fá ráðgjöf og upplýsingar frá fleiri en einum aðila áður en ákvarðanir eru teknar. Almenni lífeyrissjóðurinn bendir á að fjárfestingum fylgir alltaf fjárhagsleg áhætta og ber m.a. að hafa í huga áhættu vegna breytilegs efnahagsumhverfis, alþjóðlegra fjárfestinga og gengisflökts gjaldmiðla.