Getur starfsfólkið valið sér lífeyrissjóð?
Eru allir lífeyrissjóðir eins?
Tæpur helmingur starfsfólks á vinnumarkaði getur valið sér lífeyrissjóð og er þá ekki bundinn að kjara- eða ráðningarsamningi. Það eru ekki allir lífeyrissjóðir eins og það getur skipt máli hvaða lífeyrissjóður er valinn. Getur starfsfólkið á þínum vinnustað valið sér lífeyrissjóð? Almenni er öðruvísi en aðrir lífeyrissjóðir og hér eru nokkrar ástæður fyrir því af hverju hann ætti að verða fyrir valinu.
Skemmtilegur skyldusparnaður
Getur skyldusparnaður verið skemmtilegur? Stutta svarið við spurningunni er já. Það er einmitt eitt af því sem aðgreinir Almenna frá öðrum lífeyrissjóðum. Hjá Almenna fara 7% í séreignarsjóð af þeim 15,5%, sem allir eru skyldugir að greiða í lífeyrissjóð. Þessi séreignarsjóður gefur sveigjanleika við starfslok en hægt er að hefja úttekt úr frá 60 ára aldri til að gera eitthvað skemmtilegt. Þannig færum við rök fyrir því að Almenni sé með skemmtilegan skyldusparnað. Er það kannski eitthvað fyrir starfsfólkið þitt? Smelltu hér til að senda okkur tölvupóst.
Skyldusparnaður sem erfist
Skyldusparnaðurinn hjá Almenna er ekki bara skemmtilegur heldur erfist hann líka ef sjóðfélagi skyldi falla frá.
Eingöngu sjóðfélagar í stjórn
Eitt af því sem aðgreinir Almenna frá öðrum lífeyrissjóðum er að það eru eingöngu sjóðfélagar í stjórn. Stjórnin er kosin af sjóðfélögum sjálfum með rafrænni kosningu á ársfundi.
Fjölbreyttar ávöxtunarleiðir
Sérstaða Almenna er einnig fólgin í fjölbreyttum ávöxtunarleiðum sem eru í boði fyrir séreignina. Bæði þá séreign sem verður til með skyldusparnaði og þeirri sem verður til með viðbótarlífeyrissparnaði. Sjóðfélagar geta valið á milli sex mismunandi ávöxtunarleiða. Í boði eru þrjú blönduð söfn Ævisafn I, Ævisafn II og Ævisafn III, Ríkissafn, Innlánasafn og Húsnæðissafn. Algengast er að sjóðfélagar kjósi að spara samkvæmt Ævileiðinni sem byggir á því að sjóðfélagar greiða í og ávaxta inneign í verðbréfasöfnum sem taka mið af aldri sjóðfélaga. Sjá nánari upplýsingar um ávöxtunarleiðir.
Samtryggingarsjóður sem er hvað?
Rúmur helmingur eða 8,5% af 15,5% fer í samtryggingarsjóð hjá Almenna. Hann gegnir mikilvægu hlutverki. Flestir vita að samtryggingarsjóðurinn greiðir sjóðfélögum lífeyri frá starfslokum til æviloka. Færri vita hins vegar að úr samtryggingarsjóði er líka greiddur áfallalífeyrir sem er samheiti yfir örorku, maka og barnalífeyri. Ef þú missir starfsorkuna vegna veikinda eða slysa færðu greiddan örorkulífeyri úr samtryggingarsjóði. Ef þú fellur frá en þá fær eftirlifandi maki greiddan makalífeyri í 30 mánuði og börn fá greiddan barnalífeyri til 20 ára aldurs. Barnalífeyrisréttindi hjá Almenna eru frá tvöfalt og til fjórfalt hærri en lögboðið lágmark.
Lán
Sjóðfélögum Almenna gefst kostur á að taka lán með veði í fasteign. Þeir sem eru að kaupa sínu fyrstu fasteign eiga möguleika á allt að 85% láni. Smelltu hér til að skoða nánar.
Í boði eru verðtryggð og óverðtryggð lán með vöxtum sem festir eru til 36 mánaða en taka eftir það breytilega vexti, nema lántaki velji að festa vexti aftur.
Enginn viðbótarkostnaður er greiddur þegar greitt er aukalega inn á höfuðstól eða við uppgreiðslu lána hjá sjóðnum.
Áhersla á upplýsingagjöf
Almenni lífeyrissjóðurinn leggur áherslu á að halda sjóðfélögum upplýstum um hvaðeina sem varðar lífeyrismál og fjármál. Á opnum vef sjóðsins er að finna fræðslusíðurnar fræðsla og ráðgjöf þar sem kappkostað er að birta efni á ýmsu formi; texta, myndböndum og eða hlaðvörpum allra leiða er leitað til að koma upplýsingum á framfæri í þeim miðlum og á þann hátt sem þykir við hæfi.
Sjóðfélagavefurinn veitir yfirsýn á augabragði auk þess sem hægt er að nota reiknilíkön og finna ítarlegar upplýsingar um inneign, réttindi, hreyfingar og lán. Upplýsingarnar eru settar fram á myndrænan hátt til að auðvelda aðgengi og skilning.
Þjónusta við launagreiðendur
Launagreiðendur geta sótt ýmiskonar þjónustu til Almenna lífeyrissjóðsins. Þeir launagreiðendur sem greiða laun í gegn um launakerfi geta tengst með sjóðnum með einföldum hætti. Þeir sem ekki notast við launakerfi geta nýtt sér launagreiðendavefinn til greiðslu iðgjalda en hann er einfaldur og þægilegur í notkun. Auk þess er hægt að skrá skilagreinar á opnum vef sem einnig er einfalt og þægilegt. Ef frekari upplýsinga eða ráðgjafar er þörf er starfsfólk lífeyris- og iðgjaldadeildar til þjónustu reiðubúið. Ef óskað er geta fulltrúar Almenna mætt á vinnustaðinn til að kynna lífeyrismál almennt og sérstöðu Almenna. Smelltu hér til að senda póst óska eftir heimsókn.
Fyrir hvern er Almenni?
Almenni lífeyrissjóðurinn er opinn lífeyrissjóður fyrir þá sem geta valið sér sjóð sem á við um þá sem ekki eru bundnir að kjara- eða ráðningarsamningi. Auk þess er sjóðurinn starfgreinasjóður fyrir fimm starfsgreinar; Arkitekta, hljómlistarmenn, leiðsögumenn, lækna og tæknifræðinga.