Guðjón Jensson
Eftirlaunaþegi
Býður sig fram til aðal- og varastjórnar
Starfsferill/stjórnunarstörf:
- Eftirlaunaþegi
- 1994-2008 Forstöðumaður bókasafns Iðnskólans í Reykjavík á Skólavörðuholti
- Hef fengist við ristörf frá 1982
- þýskumælandi ferðaleiðsögn á hverju sumri frá 1992
- Prófgæsla við Háskóla Íslands 2008
Námsferill:
- Háskóli Íslands 1994, upplýsinga- og bókasafnsfræði við Félagsvísindadeild með lögfræði sem aukagrein
- Leiðsögumannaskóli Íslands 1992, leiðsögupróf
- Háskóli Íslands 1975, hlutapróf í lögfræði
- Menntaskólinn við Hamrahlíð stúdentspróf 1972
Ástæður framboðs:
Ég fylgdist gjörla með atvinnulífi þjóðarinnar m.a. að sækja aðalfundi fjölmargra félaga sem eg átti hlutabréf í. Tel mig nokkuð reikningsglöggan og vilja hafa góð áhrif með þátttöku minni sem tómstundablaðamaður í meira en 40 ár. Hef ritað um ýms mál tengdu íslensku samfélagi m.a. á sviði efnahagsmála, náttúrufræða og umhverfismála m.a. skógrækt sem lengi hefur verið áhugamál mitt. Hef einnig haft mikinn áhuga fyrir mannréttindum og lýðréttindum sem sjá má á hundruðum greina minna sem margar má finna á timarit.is