Guðmundur Ingi Þorvaldsson
Sjálfstætt starfandi leikari, leikstjóri, tónlistarmaður
Býður sig fram til aðal- og varastjórnar
Starfsferill/stjórnunarstörf:
- Sjálfstætt starfandi leikari, leikstjóri, tónlistarmaður frá 1998
- Eigandi og framkvæmdarstjóri Fimbulvetrar ehf listfyrirtækis 2004-
- Stjórnarformaður og listrænn stjórnandi Vinnslunnar listsköpunnar 2010-
- Framkvæmdarstjóri Tjarnarbíós 2013-2016
- Fagstjóri leikarabrautar LHÍ 2018-2019
- Framkvæmdarstjóri Shaking The Walls (Creative Europe) fyrir hönd Ratatam 2018-2021
- Hef á mínum listamannsferli haldið utanum fjölmörg verkefni sem framkvæmdarstjóri og listrænn stjórnandi.
Námsferill:
- 2014 MBA frá Háskólanum í Reykjavík
- 2009 MA in Performance Making frá Goldsmiths University London
- 1998 Leikari frá Leiklistarskóla Íslands.
Ástæður framboðs:
Ég hef frá hruninu 2008 haft mikin áhuga á efnahagsmálum. Íslensku lífeyrissjóðirnir eru órjúfa hluti af íslenska fjármálakerfinu og skipta okkur öll máli. Árin 2010 og 2011 vann ég ásamt öðrum heimildarmyndina Líf og sjóðir sem fjallaði um starfsemi lífeyrissjóðanna og hlut þeirra í hruninu. Við vinnslu myndarinnar hlaut ég innsýn í flókna stöðu sjóðanna í því síbreytilega pólitíska landslagi sem þeim er gert að starfa í og hef síðan borið mikla virðingu fyrir starfsemi þeirra. Árin 2012-2014 stundaði ég MBA nám við HR sem veitti mér enn dýpri innsýn inn í hagstjórnarmál bæði hérlendis og erlendis og fyllti mig enn meiri áhuga á málaflokknum. En fyrst og fremst er ég sjóðsfélagi í Almenna lífeyrissjóðnum frá 1998 og á því mikilla persónulegra hagsmuna að gæta. Ég hef lengi verið að hugsa um að bjóða mig fram til stjórnarstarfa og nú tel ég loksins að rétti tíminn fyrir mig sé kominn.