Gunnar Gunnarsson
Forstöðumaður
Býður sig fram til aðal- og varastjórnar
Starfsferill/stjórnunarstörf:
- Forstöðumaður greiningar og ráðgjafar, Creditinfo frá 2016
- Integra ráðgjöf – meðeigandi 2014-2016
- Íslandsbanki/Glitnir áhættustýring – 2008-2014
- Áhættunefnd stjórnar Teya 2021-2023
- Áhættunefnd stjórnar Íbúðalánasjóðs 2015-2019
Námsferill:
- PhD í stærðfræði, 2006, Kaliforníuháskóli í Santa Barbara (UCSB)
- MA í stærðfræði, 2002, UCSB
- BSc í stærðfræði, 2000, Háskóli Íslands
- Löggilding í verðbréfamiðlun, 2009
- FRM (Financial Risk Manager) gráða í áhættustýringu, 2009
Ástæður framboðs:
Ég tel að eitt mikilvægasta hlutverk stjórnar lífeyrissjóða snúi að áhættustýringu. Fjárfestingar sjóðanna og skuldbindingar eru til mjög langs tíma og því á fáum stöðum jafnmikilvægt að huga að áhættu. Ég tel að sérfræðiþekking mín á því sviði muni nýtast sjóðnum vel.
Ég hef starfað á íslenskum fjármálamarkaði í rúm 17 ár, og að mestu leyti tengt áhættustýringu á einn eða annan hátt. Var fyrst innan bankakerfisins í rúm 6 ár, svo í sjálfstæðri ráðgjöf og nú í stjórnendastöðu hjá Creditinfo Íslandi þar sem ég ber m.a. ábyrgð á gerð lánshæfismats einstaklinga og fyrirtækja. Meðfram störfum mínum hef ég setið í áhættunefndum stjórna bæði Íbúðalánasjóðs og Teya (áður Saltpay og Borgun).
Fyrir utan venjubundin störf sinni ég stjórnarstörfum í félagstarfi en núna sit ég t.a.m. í stjórn Blaksambands Íslands og stjórn blakdeildar Fylkis.
Ég tel að reynsla mín af áhættustýringu, fjármálum og stjórnun geri mig að tilvöldum fulltrúa í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins.