Getum við aðstoðað?

Herdís Pála Pálsdóttir, 51 árs

Sjálfstætt starfandi ráðgjafi

Starfsferill/stjórnunarstörf:

  • Deloitte, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og mannauðsstjóri, 2019-2021
  • Reiknistofa bankanna, framkvæmdastjóri mannauðs- og markaðsstjórnar, 2013-2019
  • Byr hf., framkvæmdastjóri þróunar og reksturs, 2006-2012
  • Íslandsbanki, deildarstjóri Þekkingar og þróunar, 2002-2006
  • Reiknistofa bankanna, varamaður í stjórn, 2012-2013
  • Teris, stjórnarmaður, 2011-2012

Námsferill:

  • MBA, University of New Haven, CT, USA. 2000
  • B.Ed., Kennaraháskóli Íslands. 1994
  • Executive Coaching, Háskólinn í Reykjavík. 2012
  • Fjöldi ráðstefna, námskeiða og fyrirlestra um stjórnun og mannauðsmál.

Ástæður framboðs:

Ég hef verið sjóðfélagi í Almenna lífeyrissjóðnum í rúm 20 ár og sem slíkur fylgst með því frábæra starfi sem þar er unnið.
Á undanförnum árum hef ég mikið verið að fylgjast með breytingunum sem eru að verða á störfum, því hvernig fólk vill starfa, sem og breytingum á vinnumarkaði almennt. Einnig breytingum sem eru að verða á samfélaginu okkar öllu, með aukinni fjölmenningu, auknu langlífi, bættri heilsu og almennt breyttum hugmyndum og væntingum fólks.
Þessar breytingar hafa verið að hafa og eiga eftir að hafa enn meiri áhrif á sjóðinn, skapa bæði áskoranir og tækifæri.
Mig langar því að bjóða sjóðfélögum að nýta mína krafta, reynslu og þekkingu til, að vinna fyrir sjóðinn að markmiðum hans og stefnu til framtíðar litið.