Getum við aðstoðað?

Indriði Þröstur Gunnlaugsson

Stjórnarformaður

Býður sig fram til aðal- og varastjórnar

Starfsferill/stjórnunarstörf:

  • Stjórnarformaður og stofnandi ITHG AI ehf. Frá 2024
  • Stjórn. Rauði Krossinn Höfuðborgarsvæðið. Frá mars 2023 –
  • Núllarinn ehf. Stjórnarformaður og stofnandi 2024 –
  • ITHG Dental AI ehf. Stjórnarformaður og stofnandi 2024 –
  • Framkvæmdarstjóri Landsbyggðareign 2023 – 2024
  • Hagar, Ráðgjafi í nýsköpun og tæknilausnum 2022 – 2023
  • ITHG Consulting (Asker, Noregi). 2005 –

Námsferill:

  • Yachtmaster – Norwegian Maritime Authority 2005.
  • MBA master, Norwegian School of Business BI. 2004
  • Rekstarfræðingur. Háskólinn á Akureyri 1994.
  • Símsmiður. Póstur og Sími. 1992,
  • Viðskiptafræði og sjókokkur. Framhaldsskólinn á Laugum. 1987

Ástæður framboðs:

Heimurinn breytist hratt – við verðum að fylgja eftir

Aldrei áður hefur hraði breytinga verið meiri en nú og sú þróun mun aðeins aukast. Í þessum nýja veruleika þurfa stjórnir lífeyrissjóða ekki aðeins að vera varkárar og ábyrgðarfullar, heldur einnig framsýnar, opnar fyrir nýjum lausnum og færar um að aðlagast síbreytilegu landslagi.

Ég hef byggt mína starfsævi á sveigjanleika, nýsköpun og því að sjá tækifæri þar sem aðrir sjá hindranir. Með víðtæka alþjóðlega reynslu í tæknilausnum, verkefnastjórnun og stefnumótun veit ég að lykillinn að sjálfbærni og öryggi liggur í því að vera alltaf skrefi á undan.Ég vil leggja mitt af mörkum til að tryggja að Almenni lífeyrissjóðurinn sé vel í stakk búinn til að mæta framtíðinni – með skýrri sýn, hugmyndaauðgi og traustri stjórn.