Jóhann Gunnar Stefánsson
Forstöðumaður
Býður sig fram til aðal- og varastjórnar
Starfsferill/stjórnunarstörf:
- Forstöðumaður fasteignasviðs HR frá 2024
- 2023-2024 Verkefnastjóri ÞG Verktakar
- 2014-2023 Framkvæmdastjóri Sveinatunga sf.
- 2007-2014 Framkvæmdastjóri Háfell ehf
- 2004-2007 Framkvæmdastjóri GKG, Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar
- 2021-2025 Stjórnarformaður Félags sumarhúsaeigenda Úthlíð
- 2001-2004 Stjórnarformaður Handknattleiksráðs Reykjavíkur
Námsferill:
- Háskólinn í Reykjavík 2025 BIM Sérfræðingur
- Háskólinn í Reykjavík 2024 B.Sc. Byggingafræðingur
- Háskólinn í Reykjavík 2019 – Iðnfræðingur
- FB, 2022 Sveinspróf í húsasmíði
- Elmwood Collage, Cupar, Skotland, 2007 – CM – Diploma
Ástæður framboðs:
Ég hef víðtækia og farsæla reynslu af rekstri og stjórnun fyrirtækja s.l. rúm 30 ár og innan mannvirkjageirans tæp 20 ár. Ég starfaði sem verkefnastjóri við stjórnun og eftirlit margvíslegra bæði stórra og smárra verkefna um allt land við vegagerð, brúargerð auk jarðgangnagerðar, gerð snjóflóðavarnargarða, auk annarra verkefna á sviði húsbygginga og klæðinga hin síðari ár. Ég starfa í dag sem forstöðumaður fasteignasviðs Háskólans í Reykjavík sem auk rekstur fasteigna felur í sér undirbúningsvinnu, þarfagreiningu, framkvæmd og eftirfylgni allra nýframkvæmda á vegum HR.
Ég hef mikinn áhuga á lífeyrismálum og hvernig m.a. megi hámarka arð af lífeyrisgreiðslum sjóðfélaga. Ég tel mig hafa mikið fram að færa til stjórnar Almenna lífeyrissjóðsins með víðtækri reynslu minni við stjórnun stórra og smárra verkefna sem krefjast ávallt gagnrýnnar hugsunar, nákvæmrar og ítarlegrar rýni, góðs siðferðis, bestunar og hagkvæmni verkefna bæði i hópi sérfræðinga og í samskiptum við verkkaupa.