Jóhann Kristjánsson
Fjármála- og mannauðsstjóri
Býður sig fram til aðal- og varastjórnar
Starfsferill/stjórnunarstörf:
- Fjármála- og mannauðsstjóri hjá Norræna húsinu frá 2021
- Reiknistofa Bankanna–rekstrarstjóri (2016-2020)
- Móberg IT–framkvæmdastjóri (2014-2016)
- Danske Bank – sérfræðingur (2010-2014)
- Iceland Travel–framkvæmdastjóri (2006-2009)
- Skýrr – þróunarstjóri nýsköpunar (2000-2006)
- Stjórnarseta og gjaldkeri hjá SKÝ (2004-2009)
Námsferill:
- Háskóli Íslands – Diplóma kennsluréttindi rekstrarhagfr. (2024)
- Háskóli Íslands – Diplóma í lýðheilsuvísindum (2021)
- Viðskiptaháskóli Kaupmannahafnar CBS – Cand.Merc.Int (1997)
- Háskóli Íslands–Can.Oecon.aud (1992)
Ástæður framboðs:
Ég kynntist starfsemi Almenna þegar ég starfaði hjá Íslandsbanka undir lok síðustu aldar, sem þástarfaði undir nafninu ALVíB og var undir stjórn Sigurðar B. Stefánssonar.
Allar götur síðan hefur hann verið minn aðallífeyrissjóður og mér þykir vænt um Almenna sem hefur þroskast vel undir styrkri leiðsögn Gunnars Baldvinssonar. Ég þekki vel söguna og þá miklu umbreytingu sem átti sér stað í kjölfar óróleikans sem skall á hausið 2008, og ALVÍB varð í kjölfarið sjálfstæður sjóður undir nafninu Almenni lífeyrissjóðurinn, nú Almenni.
Ég býð mig fram til stjórnarstarfa hjá Almenna, því ég tel að mín fjölbreytta starfsreynsla og þekking muni nýtast vel við stefnumótun sjóðsins. Mitt leiðarljós er að ígrunda vel alla þætti og hlusta á ólík sjónarmið þegar kemur að ákvörðunum sem einhverju máli skipta. Lífeyrissjóðir hafa miklar skyldur og ríkt hlutverk gagnvart sínum skjólstæðingum, og ég vil með mínu stjórnarframboði standa vörð um vönduð og fagleg vinnubrögð í stjórn Almenna.