Getum við aðstoðað?

Jón Bragi Gíslason

Lögfræðingur

Býður sig fram til aðal- og varastjórnar

Starfsferill/stjórnunarstörf:

  • Lögfræðingur
  • Framkvæmdastjóri
  • Verkefnastjóri
  • Ráðgjafi

Námsferill:

  • Magister Juris (Meistaragráða), lagadeild Háskóla Íslands, 2025
  • Baccalaureus Artium (B.A.), lagadeild Háskóla Íslands, 2023

Ástæður framboðs:

Ég býð mig fram til stjórnar Almenna lífeyrissjóðsins með það markmið að verja hagsmuni sjóðfélaga af festu, ábyrgð og framsýni. Mannréttindi, jafnrétti og sjálfbærni eru grunngildi sem ég mun hafa að leiðarljósi í öllum mínum störfum.

Ég hef fjölbreytta og dýrmæta reynslu úr atvinnulífinu og hef meðal annars stofnað, byggt upp og stýrt alþjóðlegu tæknifyrirtæki sem starfaði í sjö löndum. Ég er einnig menntaður lögfræðingur frá Háskóla Íslands og hef því sterkan grunn til að tryggja fagmennsku og ábyrga ákvörðunartöku í þágu allra sjóðfélaga.

Það skiptir miklu máli að lífeyrissjóðurinn okkar sé í höndum einstaklinga sem raunverulega leggja sig fram um að verja og ávaxta fé okkar allra með árangursríkum hætti. Ég mun beita mér fyrir því að stjórnarhættir séu gagnsæir þar sem rödd sjóðfélaga fær raunverulegt vægi.

Ég heiti því að leggja mig allan fram við að standa vörð um lífeyrinn okkar allra – nú og til framtíðar.