Getum við aðstoðað?

Jónmundur Guðmundsson

Framkvæmdastjóri

Býður sig fram til aðal- og varastjórnar

Starfsferill/stjórnunarstörf:

  • Framkvæmdastjóri Sjónlags
  • Festi fasteignir vekefnastjóri 2015-2017
  • Stjórnarmaður Engey ehf. 2015-2022
  • Stjórnarmaður T plus 2015-2016
  • Straumur Fjárfestingabanki forstöðumaður 2004-2015
  • Dominos og tengd félög fjármálastjóri 2001-2004
  • Gísli Jónsson & Co. bókhald, sölustörf 1991-2001

Námsferill:

  • Háskóli Íslands MBA 2017
  • Háskóli Íslands viðskiptafræði 2004
  • Fjölbrautarskóli Garðabæjar 1991

Ástæður framboðs:

Málefni Almenna Lífeyrissjóðsins eru mér hugleikin, ég hef aflað mér góðrar þekkingar á íslensku atvinnulífi. Ég hef reynslu af verðbréfamarkaði, áhættustýringu, fjárstýringu, regluvörslu, útlánasviði. Hef starfað lengi í atvinnulífinu bæði innanlands og á alþjóðlegum vetvangi, átt í samskiptum og viðskiptum við fyrirtæki og opinbera aðila sbr. fjármálaeftirlitið, Seðlabanka Íslands, Sjúkratrygginar Íslands og átt í samskiptum við ráðuneyti í íslensku stjórnkerfi. Ég hef komið að regluvörslu og haft umsjón með útlánaáhættu, haft eftirlit með veðhlutföllum samninga, stundað endurhverf viðskipti við Seðlabanka, séð um hluthafaskrá skráðs banka, séð um verðbréfavörslu, unnið í fjárstýringu og átt sæti í lánanefnd.
Ég hef áhuga á framþróun og tækni til hagræðingar, ávöxtun með tryggum öruggum hætti fyrir sjóðsfélaga er frumskylda Almenna lífeyrissjóðsins, því þarf að veita faglegt aðhald, meta árangur, áhættu og kostnað við umsýslu á faglegan og ábyrgan hátt.
Virðingarfyllst,
Jónmundur