Getum við aðstoðað?

Smelltu...

... á hnappana og byrjaðu með skyldusparnað eða viðbótarlífeyrissparnað hjá Almenna.

Almenna er öðruvísi

play button Af hverju ætti ég að velja Almenna?
  • Tæpur helmingur af skyldu í séreign

    Hjá Almenna fer tæpur helmingur af skyldusparnaði í séreignarsjóð, nokkurskonar skemmtisjóð sem þú getur notað til að gera eitthvað skemmtilegt þegar þú ert 60 ára. Séreignarsjóðurinn erfist til maka og/eða barna.

  • Opinn öllum

    Almenni lífeyrissjóðurinn er opinn öllum sem geta valið sér sjóð. Þannig geta launþegar, stjórnendur, háskólamenntaðir, sérfræðingar, iðnmenntaðir og sjálfstæðir atvinnurekendur allir greitt í Almenna lífeyrissjóðinn.

  • Eingöngu sjóðfélagar í stjórn

    Hjá Almenna eru eingöngu sjóðfélagar í stjórn sem kosnir eru af sjóðfélögum. Það ætti að tryggja að verið sé að gæta hagsmuna sjóðfélaga.

  • Allt að 85% lán og skattfrjáls sparnaður

    Fyrstu fasteignakaupendur geta fengið lán fyrir allt að 85% af kaupverði á hagstæðum kjörum. Aðrir sjóðfélagar get fengið hagstæð lán fyrir allt að 70% af kaupvirði eða fasteignamati fasteignar.

  • Áhættudreifing, sjálfbærni og samfélagsleg ábyrgð

    Fjárfestingar Almenna taka mið af áhættudreifingu, sjálfbærni og samfélagslegri ábyrgð og sjóðurinn hefur mótað sér stefnu í þeim málum. Ávöxtun hefur verið með ágætum enda er meginmarkmið Almenna að ávaxta fé sjóðfélaga á hagkvæman hátt og tryggja þannig sjóðfélögum sem hæstan lífeyri við starfslok.

  • Góð réttindi

    Lífeyrisréttindin í Almenna standast vel samanburð við aðra lífeyrissjóði. Almenni greiðir einnig áfallalífeyri, þ.e. örorkulífeyri, maka- og barnalífeyri. Barnalífeyrir hjá Almenna er tvöfalt hærri en lágmark samkvæmt lögum og fjórfalt hærri ef barnið á hvorki foreldri né kjörforeldri á lífi.

play button Af hverju ætti ég að velja Almenna?

Sæktu um núna

Byrjaðu að greiða skyldusparnað og gera samning um viðbótarlífeyrissparnað við Almenna lífeyrissjóðinn.

Viðbótarlífeyrissparnaður - af hverju?

play button Af hverju ætti ég að vera með lífeyrissparnað?
  • Launahækkun!

    Auðveldasta launahækkun lífs þíns. Ef þú ert með viðbótarlífeyrissparnað verður vinnuveitandi þinn að greiða 2% á móti – sem hann myndi annars ekki gera! Meðal annars þess vegna er viðbótarlífeyrissparnaður hagstæðasti sparnaður sem völ er á.

  • Skattfrjáls húsnæðissparnaður

    Þú verður að vera með viðbótarlífeyrissparnað ef þú ætlar að spara skattfrjálst fyrir útborgun eða inn á lán fyrstu fasteignar. Þú getur greitt allt að 500 þúsund á ári í tíu ár – eða fimm milljónir skattfrjálst!

  • Skattalega hagkvæmur

    Ekki er greiddur fjármagnstekjuskattur af vaxtatekjum eða ávöxtun viðbótarlífeyrissparnaðar eins og greitt er af öðrum sparnaði. Það gerir þennan sparnað skattalega hagkvæman!

  • Erfist

    Ólíkt venjulegum skyldusparnaði erfist viðbótarlífeyrissparnaður. Enginn erfðafjárskattur er dreginn af viðbótarlífeyrissparnaði sem gerir hann að mjög hagstæðum arfi.

  • Auðvelt sparnaðarform

    Vinnuveitandinn þinn sér um að greiða sparnaðinn í lífeyrissjóð eða til annars vörsluaðila sem síðan ávaxtar séreignarsjóðinn þinn. Þú þarft bara að velja hvaða ávöxtunarleið þú vilt velja fyrir sparnaðinn þinn. Hjá Almenna lífeyrissjóðnum er hægt að velja á milli sex ávöxtunarleiða. Nánar hér.

play button Af hverju ætti ég að vera með lífeyrissparnað?

Hvað þarftu að gera?

Smelltu hér til hliðar, gerðu samning og byrjaðu strax með viðbótarlífeyrissparnað.

Lífeyrissjóður, hvað er það?

play button Hvað er eiginlega lífeyrissjóður?
  • Skylda, líka fyrir þig!

    Það er skylda fyrir þig, eins og alla á aldrinum 16-70 ára, að greiða í lífeyrissjóð samkvæmt lögum. Sumir geta valið í hvaða lífeyrissjóð þeir greiða en aðrir eru bundnir af ráðningar- eða kjarasamningi. Lágmarkið er 15,5%. Þitt framlag er 4% (af 15,5%) en launagreiðandi greiðir rest eða 11,5%.

  • Hvað færðu?

    Þegar þú hættir að vinna færðu greiddan ellilífeyri frá því þeim tíma sem þú hættir að vinna og til æviloka. Upphæð lífeyrisins ræðst af greiðslum á starfsævinni, þ.e. eftir því sem þú greiðir af hærri launum eða í lengri tíma, því hærri verður lífeyririnn.

  • Þú færð áfallalífeyri - sem er hvað?

    Lífeyrissjóðir greiða örorkulífeyri ef þú verður óvinnufær vegna veikinda eða slysa. Ef þú fellur frá fá maki og/eða börn einnig maka- og barnalífeyri. Örorku-, maka- og barnalífeyrir er einu nafni kallað áfallalífeyrir. Varúð, tekur ekki gildi fyrr en eftir þrjú ár!

  • Varúð - þrjú vantryggð ár!

    Það tekur þrjú ár að fá full réttindi til áfallalífeyris í lífeyrissjóðum. Því er vissara að kaupa líf- og örorkutryggingu að minnsta kosti fyrstu árin og huga að tryggingavernd framan af ævinni eða á meðan skuldbindingar eru verulegar. Það getur létt lífið ef áföll dynja yfir.

  • Sparnaðurinn þinn í ávöxtun

    Lífeyrissjóðir sjá um að fjárfesta og ávaxta sparnaðinn þinn þannig að þú fáir sem hæst eftirlaun. Því betur sem gengur að ávaxta sparnaðinn þeim mun hærri lífeyri færðu.

  • Aukamoli - viðbótarlífeyrissparnaður

    Þessi aukamoli er mjög mikilvægur en við mælum eindregið með viðbótarlífeyrissparnaði sem er hagkvæmasti sparnaður sem í boði er. Nánar um viðbótarlífeyrissparnað í næsta kafla.

play button Hvað er eiginlega lífeyrissjóður?

Hvað þarftu að gera?

Spurðu launagreiðandann hvort þú getir valið þér lífeyrissjóð og vandaðu valið. Smelltu hér til að skoða sérstöðu Almenna lífeyrissjóðsins og smelltu hér til að skrá þig í  Almenna lífeyrissjóðinn.

Ekki tæmandi upplýsingar

Þó þessir fróðleiksmolar séu bitastæðir þá eru þeir alls ekki tæmandi. Til að fræðast almennt um lífeyrismál getur þú skoðað vef Landssamtaka lífeyrissjóðanna með því að smella hér til hliðar.

Fyrsta fasteign - 10 skattfrjáls sparnaðarár

play button Ungt fólk fyrsta fasteign
  • Einstaklega hagkvæmt

    Sagt er að það sé tvennt sem ekki er hægt að forðast; það er dauðann og skatta. Við dauðanum sleppur víst enginn EN í tíu ár er hægt að spara skattfrjálst fyrir fyrstu fasteign með viðbótarlífeyrissparnaði. Það ætti að gefa til kynna hversu einstakt þetta er.

  • Þú verður að vera með viðbótarlífeyrissparnað!

    Til þess að nýta sér þetta þarftu að vera með viðbótarlífeyrissparnað. Ekki er hægt að nota séreign af skyldusparnaði. Hægt er að smella hér til að gera samning um viðbótarlífeyrissparnað Almenna

  • 500 þúsund á ári

    Hægt er að spara 500 þúsund á ári í 10 ár eða samtals 5 milljónir. Það munar um það við kaup á fyrstu fasteign.

  • Ráðstafa inn á lán

    Hægt er að nota hluta í útborgun og hluta til að greiða inn á lán eftir kaup. Þú gætir til dæmis safnað í sex ár og keypt þína fyrstu íbúð m.a. með viðbótarlífeyrissparnaðinum. Svo getur þú haldið áfram að greiða í fjögur ár í viðbót og þannig fullnýtt tíu ára tímabilið.

  • Hvað þarftu að gera?

    Þú þarft að gera samning um viðbótarlífeyrissparnað, ef þú ert ekki með hann nú þegar. Hægt er að smella hér til að gera samning við Almenna.

play button Ungt fólk fyrsta fasteign

Hvað þarftu að gera?

Smelltu hér fyrir neðan, gerðu samning og byrjaðu strax með viðbótarlífeyrissparnað.

Hagstæð lán

  • Hámarkslán 80 milljónir

    Almenni veitir sjóðfélögum fasteignalán að hámarki 80.000.000 kr.

  • Allt að 85% veðhlutfall fyrir fyrstu kaup

    Kaupendur fyrstu fasteignar geta fengið lánað á hagstæðum kjörum fyrir allt að 85% af kaupverði hjá Almenna. Hámarkslán með 85% veðhlutfalli er 60.000.000 kr.

  • Hámarksveðsetning

    Hámarksveðsetning á eina eign (sem ekki er fyrsta eign) er 70% ef lánið er á 1. veðrétti en 60% ef það er aftar í veðröð. Veðsetning er miðuð við kaupverð fasteignar eða fasteignamat.   

  • Vaxtakjör

    Sjóðfélagar geta valið á milli verðtryggðra lána með föstum eða breytilegum vöxtum, eða óverðtryggðra lána með föstum vöxtum til 36 mánaða. Einnig er hægt að taka blandað lán og skipta lánsfjárhæðinni á milli verðtryggðra og óverðtryggðra vaxta.

  • Enginn aukakostnaður

    Enginn kostnaður eða gjald fylgir því að greiða inn á lán eða þegar lán er greitt upp hjá Almenna lífeyrissjóðnum.

Lán hjá Almenna

Smelltu hér fyrir neðan til að skoða meira um lán hjá Almenna lífeyrissjóðnum

Lífeyrismál og skattar

  • Óskattlagt fé

    Þegar dregið er af launþegum 4% í skyldusparnað og allt að 4% viðbótarlífeyrssparnað er það gert ÁÐUR en greiddur er tekjuskattur. Þess vegna er talað um að greiðslur í lífeyrissjóð séu af óskattlögðu fé.

  • Tekjuskattur við úttekt

    Þegar tekið er út úr lífeyrissjóði er greiddur tekjuskattur, bæði af lífeyrisgreiðslum úr samtryggingarsjóði og séreignarsjóði. Þetta á við hvort sem séreignarsjóðurinn verður til af skyldusparnaði eða viðbótarlífeyrissparnaði.

  • 10 ára skattfrjáls sparnaður

    Þegar fjárfest er í fyrstu fasteign, þá er hægt að nýta viðbótarlífeyrissparnað vegna kaupa á fasteign og greiða skattfrjálst inn á lán. Heildartímabil er 10 ár.

  • Enginn fjármagnstekjuskattur

    Ekki er greiddur fjármagnstekjuskattur af ávöxtun lífeyrissparnaðar.

  • Enginn erfðafjárskattur

    Ekki er greiddur erfðafjárskattur þegar inneign í séreignarsjóði erfist. Við fráfall þá flyst inneign í séreignarsjóði yfir á skylduerfingja og þeir ráða hvernig þeir ráðstafa séreignarsjóðnum. Við úttekt þá greiðist tekjuskattur. Ef það eru engir skylduerfingjar (hjúskaparmaki eða börn) fyrir hendi þá greiðist séreignarsjóðurinn til dánarbúsins og dregst tekjuskattur frá. En ekki er greiddur erfðafjárskattur.